Fótbolti

Lopez skaut Spánverjum í úrslit

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lopez fagnar jöfnunarmarki sínu í kvöld.
Lopez fagnar jöfnunarmarki sínu í kvöld.
Spánverjar tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleik EM U-21 árs liða í Danmörku. Spánverjar lögðu þá Hvít-Rússa, 3-1, í framlengdum leik. Þrátt fyrir mikla yfirburði út á vellinum gekk Spánverjum afar illa að skora.

Þeir lentu síðan óvænt undir er Andrei Voronkov skoraði á 37. mínútu með afar smekklega skoti í teignum.

Spánverjar hreinlega óðu í færum í síðari hálfleik en virtist fyrirmunað að skora. Það benti allt til þess að Hvít-Rússar væri á leið í úrslitaleikinn þegar Adrian Lopez jafnaði leikinn skömmu fyrir leikslok.

Það varð því að framlengja leikinn. Þar héldu Spánverjar áfram að ráða lögum og lofum.

Hinn magnaði Lopez skoraði aftur á 105. mínútu. Hans fimmta mark á mótinu. Jeffren kláraði síðan leikinn sjö mínútum fyrir leikslok og Spánverjar verðskuldað komnir í úrslit.

Andstæðingur þeirra þar verður Sviss eða Tékkland en þau mætast síðar í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×