Erlent

Fyrrverandi taki niður fóstureyðingarauglýsingu

Á skyltinu er sterklega gefið í skyn að fyrrverandi kærasta mannsins hafi farið í fóstureyðingu.
Á skyltinu er sterklega gefið í skyn að fyrrverandi kærasta mannsins hafi farið í fóstureyðingu. Mynd/AP
Dómari hefur skipað 35 ára gömlum bandarískum manni, Greg Fultz, að fjarlægja stórt auglýsingaskilti sem stendur við fjölfarna umferðargötu í Nýju Mexíkó, en skiltið gefur sterklega í skyn að fyrrverandi kærasta mannsins hafi farið í fóstureyðingu.

Á skiltinu er mynd af Fultz sjálfum haldandi á svörtum útlínum ungabarns og við hlið myndarinnar stendur skrifað: "Þetta væri mynd af 2ja mánaða gömlu barni mínu ef móðir þess hefði ákveðið að DREPA barnið okkar ekki."

Lögmaður Fultz segir skjólstæðing sinn ætla að áfrýja málinu en hann sé tilbúinn til að fara í fangelsi fyrir málefnið. Hann ber fyrir sig málfrelsi og segir auglýsingaskiltið ekki snúast um fyrrverandi kærustuna sína, heldur sé það yfirlýsing um rétt feðra.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×