Fótbolti

Kolbeinn í hópi bestu leikmanna EM U-21

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson í leik með íslenska U-21 landsliðinu.
Kolbeinn Sigþórsson í leik með íslenska U-21 landsliðinu. Mynd/Anton
Knattspyrnusamband Evrópu hefur tilkynnt hvaða 24 leikmenn eru í liði Evrópumeistaramóts U-21 liða að mati starfsmanna sambandsins. Íslenska liðið á einn fulltrúa í liðinu - sóknarmanninn Kolbein Sigþórsson.

Evrópumeistarar Spánverja eiga sjö leikmenn í liðinu og Sviss, sem tapaði úrslitaleiknum fyrir Spáni, alls fimm.

Öll liðin átta sem kepptu á EM í Danmörku eiga minnst einn fulltrúa í liðinu sem er þannig skipað:

Markverðir:

David de Gea (Spáni)

Yann Sommer (Sviss)

Tomáš Vaclík (Tékklandi)

Varnarmenn:

Nicolai Boilesen (Danmörku)

Ondřej Čelůstka (Tékklandi)

Dídac Vila (Spáni)

Timm Klose (Sviss)

Yaroslav Rakitskiy (Úkraínu)

Jonathan Rossini (Sviss)

Chris Smalling (Englandi)

Kyle Walker (Englandi)

Miðvallarleikmenn:

Christian Eriksen (Danmörku)

Marcel Gecov (Tékklandi)

Ander Herrera (Spáni)

Javi Martínez (Spáni)

Mikhail Sivakov (Hvíta-Rússlandi)

Thiago Alcántara (Spáni)

Framherjar:

Adrián López (Spáni)

Juan Mata (Spáni)

Admir Mehmedi (Sviss)

Xherdan Shaqiri (Sviss)

Kolbeinn Sigþórsson (Íslandi)

Daniel Sturridge (Englandi)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×