Julie Cesar markvörður Inter og brasilíska landsliðið hefur tekið af allan vafa varðandi framtíð sína. Hann staðfestir ennfremur að Wesley Sneijder verði áfram hjá félaginu.
Auk Manchester United hefur Cesar verið orðaður við AS Roma. Cesar er orðinn þreyttur á orðróminum um framíð sína.
„Roma vildu fá mig og sýndu mikinn áhuga. En ég ákvað að verða um kyrrt hjá Inter til 2014. Þá rennur samningur minn við félagið út,“ segir Cesar.
Cesar biður fjölmiðla að hætta sögusögnum
„Málinu er lokið. Ég vil nafnið mitt af síðum dagblaðanna. Ég er ekki á leiðinni til Roma, Manchester United eða neitt annað.“
Aðspurður um Wesley Sneidjer sagði Cesar.
„Sneijder til Chelsea? Engar áhyggjur. Hann verður áfram hérna.“
Julio Cesar útilokar Manchester United
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið





Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið
Enski boltinn


Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld
Fótbolti

Chelsea búið að kaupa Garnacho
Enski boltinn

