Fótbolti

Ótrúlegt morðmál í fjölskyldu Savo Milosevic

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hér sést  Savo Milosevic í leik með serbneska landsliðinu árið 2006. Mynd. / Getty Images
Hér sést Savo Milosevic í leik með serbneska landsliðinu árið 2006. Mynd. / Getty Images
Serbneska fréttastofan, Srna, greinir frá því að hinn 83 ára Savo Milosevic eldri hafi skotið son sinn Stevo Milosevic með M-48 riffli eftir að hafa lent í útistöðum við hann á heimili sínu.

Málið er allt hið einkennilegasta en Stevo Milosevic er faðir Savo Milosevic yngri sem lék með Aston Villa og fleiri félögum á sínum tíma.

Atvikið átti sér stað á föstudaginn  í bænum Glavicice sem er 200 kílómetrum frá Sarajevo, en Stevo lést á spítala stuttu síðar.

Savo Milosevic eldri var handtekinn á staðnum og á yfir höfði sér langan fangelsisdóm.

Savo Milosevic lék með Aston-Villa á árunum 1995-98 og skoraði 29 mörk fyrir liðið, en hann lék einnig með Zaragoza, Espanyol, Celta, Osasuna, Parma og Rubin Kazan.

Þessi fyrrverandi serbneski landsliðsmaður hefur gefið frá sér yfirlýsingu um málið, en þar biður hann fjölmiðla um að sýna fjölskyldu sinni virðingu í umfjöllun sinni um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×