Fótbolti

Jón Guðni: Hótellífið stundum þreytandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Álaborg skrifar
Jón Guðni Fjóluson, leikmaður U-21 liðs Íslands, segir að dagurinn geti verið lengi að líða á hóteli íslenska liðsins hér í Álaborg.

Vísir kíkti upp á hótel liðsins og fékk að líta á þær aðstæður sem strákarnir nota sér til að stytta stundirnar yfir daginn. Þar mátti til að mynda finna Playstation-leikjatölvu, pool-borð, fótboltaspil og fleira.

„Þetta er eitt af því fáu sem við getum gert hérna á hótelinu til að drepa tímann og um að gera að nýta það,“ sagði Jón Guðni en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „Dagurinn getur verið lengi að líða og því verðum við að gera gott úr þessu og eyða tímanum saman.“

Strákarnir kíkja þó stundum út fyrir veggi hótelsins en Jón Guðni segir það þó ekki gerast oft. „Það er helst til að fara út í búð en annars ekki mikið,“ sagði hann en þess skal þó geta að liðið æfir minnst einu sinni á dag og stundum tvisvar.

„Svo er líka stór hluti sem fer í að kynna sér næsta andstæðing. Þetta er ekki eintómt frí og verður maður stundum þreyttur á þessu. En það þýðir ekkert annað en að reyna að njóta þess.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×