Fótbolti

Guðmundur: Sofnaði ekki snemma í gær

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Álaborg skrifar
Guðmundur Kristjánsson var eins og aðrir leikmenn íslenska U-21 liðsins afar ósáttur við tapið gegn Sviss í gær. Leikurinn tapaðist, 2-0, og hefur Ísland tapað báðum leikjum sínum á mótinu til þessa.

Næsti leikur verður gegn Danmörku á laugardaginn og á Ísland þrátt fyrir allt enn veika von um að komast áfram.

„Ég get ekki sagt annað, maður sofnaði ekki snemma og var lengi upp í rúmi að hugsa um leikinn. En nú verður maður bara að byrja á að hugsa um næsta leik," sagði Guðmundur en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

„Ég velti fyrst og fremst fyrir mér hvað við hefðum getað gert betur og hvað við vorum að gera rangt. Það var af nógu af taka."

„Það var til dæmis mjög lítið spil í gangi hjá okkur á miðjunni og við virtumst ekki vera tilbúnir í þá pressu sem þeir beittu okkur strax frá fyrstu mínútu. Því litum við út fyrir að vera á hælunum. Þetta var bara ekki nógu gott."

Hann hefur ekki áhyggjur af því að strákarnir muni leggjast í neitt volæði á næstu dögum.

„Við lifum ágætu lífi hér á hótelinu og munum safna orku fyrir næsta leik. Auðvitað eru menn fúlir eftir svona leik en við þurfum hefna ófara síðasta ára gegn Dönum - alveg frá 14-2 tapinu forðum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×