Fótbolti

Sektarsjóður U-21 liðsins til styrktar góðs málefnis

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Strákarnir í U-21 landsliðinu hafa ákveðið að það sem safnast saman í sektarsjóð liðsins verði gefið til styrktar málsstaðnum Á meðan fæturnir bera mig.

Átakið er til styrktar krabbameinssjúkum börnum og fjölskyldum þeirra en til að vekja athygli á því hefur fjögurra manna hópur lagt á sig að hlaupa hringum í kringum landið. Meðal þeirra eru Sveinn B. Rögnvaldsson og Signý Gunnarsdóttir, foreldrar ungs drengs sem greindist með hvítblæði árið 2010, aðeins þriggja ára gamall.

„Við ákváðum að styrkja Á meðan fæturnir bera mig í stað þess að eyða því í sjálfa okkur," sagði Bjarni en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

Meðal þess sem leikmenn hafa verið sektaðir fyrir er að nota ekki ákveðin orð í viðtölum við fjölmiðla eins og eftir hefur verið tekið. En það er líka fleira sem kemur til.

„Menn eru sektaðir fyrir að mæta of seint á æfingar, að vera í vitlausum fötum, ef síminn hringir á fundum eða æfingum og ýmislegt fleira - til dæmis deilur við sektarstjóra."

„Meðalsektin er í kringum 100 danskar krónur. Sumir borga alltaf en sumir deila mjög mikið við yfirvaldið. Ég og Alfreð Finnbogason erum sektarstjórar og erum því ekkert vinsælustu mennirnir í hópnum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×