Hjörvar: Undirbúningur liðsins virðist hafa verið afleitur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júní 2011 20:51 Hjörvar Hafliðason, knattspyrnuspekingur, var í viðtali við Guðjón Guðmundsson íþróttamanna Stöðvar 2 í fréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem að hann fór yfir gengi íslenska 21 árs landsliðsins á EM í Danmörku. Íslenska liðið hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu og verður að bursta Dani til þess að komast upp úr riðlinum. „Ég veit ekki hvað hefur farið nákvæmlega úrskeiðis en við töpuðum þarna fyrir Hvíta-Rússlandi sem var algjör lykilleikur. Við skulum heldur ekki gleyma því að áður en Hvíta-Rússland skorar þá fáum við þrjú algjör dauðafæri," sagði Hjörvar. „Það var algjör lykilleikur í þessu móti og ég held að við höfum séð það í gær að Sviss er einfaldlega betri en við í fótbolta. Við söknuðum reyndar okkar besta manns, Arons Einars Gunnarssonar, sem var í leikbanni," sagði Hjörvar. „Það eru margir ósáttir við valið á liðinu og hugsanlega hefði Eggert Gunnþór átt að vera settur á miðjuna og Skúli Jón í hægri bakvörðinn. Ég held samt að það sé enginn spurning að Sviss er með betra lið en við," sagði Hjörvar. „Bjarni Þór fyrirliði liðsins lék lítið í vetur í Belgíu og meiddist hann líka í aðdraganda keppninnar. Hann var skugginn af sjálfum sér allavega í gær og sama er hægt að segja um son þjálfarans, Hólmar Örn Eyjólfsson. Hann lék ekkert með West Ham í vetur og hefur átt erfiða keppni í Danmörku," sagði Hjörvar. „Auðvitað gerum við gríðarlega kröfur til Gylfa og Kolbeins. Kolbeinn var mjög góður á móti Hvíta-Rússlandi en fann sig ekki í gær," sagði Hjörvar. „Það er ekki komin nein niðurstaða en auðvitað eru þessi úrslit vonbrigði. Ég er samt ennþá bjartsýnn fyrir hönd þessarar gullkynslóðar íslenska fótboltans. Vonbrigði eru oft veganesti að velgengni og ég hef tröllatrú á því að þetta sé kynslóðin sem eigi eftir að rífa upp íslenska fótbolta," sagði Hjörvar. „Það er bara ákveðin kúnst að fara á stórmót og ég held við Íslendingar kunnum bara ekki að fara á stórmót. Ég hefði alveg viljað sjá einhvern hjá KSÍ banka upp á hjá HSÍ og spyrja: Við erum á leiðinni á stórmót, hvernig gerum við þetta?," sagði Hjörvar. „Það er rosalega auðvelt að vera gáfaður núna en undirbúningur liðsins virðist hafa verið afleitur," sagði Hjörvar en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Hjörvar Hafliðason, knattspyrnuspekingur, var í viðtali við Guðjón Guðmundsson íþróttamanna Stöðvar 2 í fréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem að hann fór yfir gengi íslenska 21 árs landsliðsins á EM í Danmörku. Íslenska liðið hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu og verður að bursta Dani til þess að komast upp úr riðlinum. „Ég veit ekki hvað hefur farið nákvæmlega úrskeiðis en við töpuðum þarna fyrir Hvíta-Rússlandi sem var algjör lykilleikur. Við skulum heldur ekki gleyma því að áður en Hvíta-Rússland skorar þá fáum við þrjú algjör dauðafæri," sagði Hjörvar. „Það var algjör lykilleikur í þessu móti og ég held að við höfum séð það í gær að Sviss er einfaldlega betri en við í fótbolta. Við söknuðum reyndar okkar besta manns, Arons Einars Gunnarssonar, sem var í leikbanni," sagði Hjörvar. „Það eru margir ósáttir við valið á liðinu og hugsanlega hefði Eggert Gunnþór átt að vera settur á miðjuna og Skúli Jón í hægri bakvörðinn. Ég held samt að það sé enginn spurning að Sviss er með betra lið en við," sagði Hjörvar. „Bjarni Þór fyrirliði liðsins lék lítið í vetur í Belgíu og meiddist hann líka í aðdraganda keppninnar. Hann var skugginn af sjálfum sér allavega í gær og sama er hægt að segja um son þjálfarans, Hólmar Örn Eyjólfsson. Hann lék ekkert með West Ham í vetur og hefur átt erfiða keppni í Danmörku," sagði Hjörvar. „Auðvitað gerum við gríðarlega kröfur til Gylfa og Kolbeins. Kolbeinn var mjög góður á móti Hvíta-Rússlandi en fann sig ekki í gær," sagði Hjörvar. „Það er ekki komin nein niðurstaða en auðvitað eru þessi úrslit vonbrigði. Ég er samt ennþá bjartsýnn fyrir hönd þessarar gullkynslóðar íslenska fótboltans. Vonbrigði eru oft veganesti að velgengni og ég hef tröllatrú á því að þetta sé kynslóðin sem eigi eftir að rífa upp íslenska fótbolta," sagði Hjörvar. „Það er bara ákveðin kúnst að fara á stórmót og ég held við Íslendingar kunnum bara ekki að fara á stórmót. Ég hefði alveg viljað sjá einhvern hjá KSÍ banka upp á hjá HSÍ og spyrja: Við erum á leiðinni á stórmót, hvernig gerum við þetta?," sagði Hjörvar. „Það er rosalega auðvelt að vera gáfaður núna en undirbúningur liðsins virðist hafa verið afleitur," sagði Hjörvar en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira