Fótbolti

Arnór: Fengum okkur sushi og slöppuðum af

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Álaborg skrifar
Arnór Smárason segir að stemningin í leikmannahópi Íslands sé öll að koma til eftir tapið gegn Sviss á þriðjudagskvöldið. Vísir hitti á hann á morgunæfingu íslenska U-21 liðsins hér í Álaborg.

„Við áttum rólegan dag í gær og fórum nokkrir út saman að borða þar sem við fengum okkur sushi, slöppuðum af og söfnuðum orku,“ sagði Arnór en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

„Stemningin er öll að koma til eftir síðasta leik. Menn voru augljóslega svolítið döpur eftir síðasta leik en er að koma upp núna.“

Arnór spilar með Esbjerg hér í Danmörku en Ísland mætir Dönum í næsta leik á EM. Leikurinn fer fram á laugardagskvöldið. Arnór var í byrjunarliði Íslands í fyrsta leiknum gegn Hvít-Rússum en var svo á bekknum í leiknum gegn Sviss.

„Við sjáum til hvernig liðsuppstillingin verður en auðvitað væri það gaman að stríða Dönunum aðeins, sérstaklega af því að ég spila hér. Við sjáum bara til á laugardaginn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×