Fótbolti

Hvorugt lið fær að æfa á keppnisvellinum í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Álaborg skrifar
Keppnisvöllurinn í Álaborg.
Keppnisvöllurinn í Álaborg. Mynd/Anton
Hvorki íslenska U-21 landsliðið né það danska fær að æfa á keppnisvellinum í Álaborg þar sem völlurinn er mjög blautur eftir mikla rigningu í nótt.

Æfingarnar verða því færðar annað og munu íslensku strákarnir æfa á æfingasvæði AaB þar sem þeir hafa æft á hverjum degi eftir komuna til Danmerkur.

Til stóð að danska liðið myndi æfa einnig hér en þeir munu fara á sitt æfingasvæði sem er í um 30 mínútna fjarlægð frá Álaborg.

Bæði lið munu þó halda blaðamannafundi á leikvanginum í Álaborg nú síðdegis. Leikur liðanna hefst klukkan 18.45 á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×