Eyjólfur: Danir með leikmenn sem geta klárað leiki Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Álaborg skrifar 18. júní 2011 14:00 Eyjólfur Sverrisson á æfingu íslenska landsliðsins. Honum á vinstri hönd standa Björn Bergmann Sigurðarson og Almarr Ormarsson. Mynd/Anton Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari segir að danska liðið sé skipað sterkum einstaklingum sem geti klárað leiki upp á sitt einsdæmi. Ísland mætir Danmörku á EM U-21 liða í dag og þarf að vinna stórt til að eiga möguleika á að komast áfram í undanúrslit. Liðið hefur tapað sínum fyrstu tveimur leikjum á mótinu og leikmenn eru staðráðnir í að sýna sitt rétta andlit í kvöld. „Danska liðið er gríðarlega sterkt. Það er vel spilandi og er klárt í að halda boltanum. Þeir eru mikið í stutta spilinu,“ sagði Eyjólfur á blaðamannafundi íslenska liðsins hér í Álaborg í gær. „Þeir eru líka með sterka einstaklinga sem geta klárað leiki fyrir þá - eins og þá Christian Eriksen og Nicolai Jörgensen sem eru báðir gríðarlega öflugir leikmenn,“ sagði Eyjólfur og benti á að þeir hefðu einmitt gert það þegar að Danir unnu 2-1 sigur á Hvít-Rússum á þriðjudagskvöldið. Þá skoruðu Jörgensen og Eriksen mörk danska liðsins. Ísland stjórnaði miðjuspilinu gegn Hvíta-Rússlandi lengst af en það gekk ekki eins vel í leiknum gegn Sviss. Þá skipti Eyjólfur yfir í 4-4-2 og fór að beina spili liðsins meira í gegnum kantana. Eyjólfur segir að liðið verði að vera fjölbreytt í sínum sóknarleik gegn Dönum í dag. „Þetta verður að vera beggja blands. Við viljum ekki bara sækja á annan veginn. Við erum með okkar hlaupaleiðir og förum þar sem þeir munu gefa færi á sér,“ sagði Eyjólfur. Spurður hvort að danska liðið henti því íslenska betur en önnur lið í keppninni sagði hann svo ekki vera. „Þetta eru átta liða úrslit og hingað eru komin mjög sterk lið sem öll eru jöfn að getu. Þetta er því sem fyrr spurning um dagsformið og hvort liðið er klárt í slaginn.“ Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Sjá meira
Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari segir að danska liðið sé skipað sterkum einstaklingum sem geti klárað leiki upp á sitt einsdæmi. Ísland mætir Danmörku á EM U-21 liða í dag og þarf að vinna stórt til að eiga möguleika á að komast áfram í undanúrslit. Liðið hefur tapað sínum fyrstu tveimur leikjum á mótinu og leikmenn eru staðráðnir í að sýna sitt rétta andlit í kvöld. „Danska liðið er gríðarlega sterkt. Það er vel spilandi og er klárt í að halda boltanum. Þeir eru mikið í stutta spilinu,“ sagði Eyjólfur á blaðamannafundi íslenska liðsins hér í Álaborg í gær. „Þeir eru líka með sterka einstaklinga sem geta klárað leiki fyrir þá - eins og þá Christian Eriksen og Nicolai Jörgensen sem eru báðir gríðarlega öflugir leikmenn,“ sagði Eyjólfur og benti á að þeir hefðu einmitt gert það þegar að Danir unnu 2-1 sigur á Hvít-Rússum á þriðjudagskvöldið. Þá skoruðu Jörgensen og Eriksen mörk danska liðsins. Ísland stjórnaði miðjuspilinu gegn Hvíta-Rússlandi lengst af en það gekk ekki eins vel í leiknum gegn Sviss. Þá skipti Eyjólfur yfir í 4-4-2 og fór að beina spili liðsins meira í gegnum kantana. Eyjólfur segir að liðið verði að vera fjölbreytt í sínum sóknarleik gegn Dönum í dag. „Þetta verður að vera beggja blands. Við viljum ekki bara sækja á annan veginn. Við erum með okkar hlaupaleiðir og förum þar sem þeir munu gefa færi á sér,“ sagði Eyjólfur. Spurður hvort að danska liðið henti því íslenska betur en önnur lið í keppninni sagði hann svo ekki vera. „Þetta eru átta liða úrslit og hingað eru komin mjög sterk lið sem öll eru jöfn að getu. Þetta er því sem fyrr spurning um dagsformið og hvort liðið er klárt í slaginn.“
Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Sjá meira