Fótbolti

Íslendingur í Álaborg: Búinn að breyta spánni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Álaborg skrifar
Guðmundur Guðjónsson er búsettur hér í Álaborg með fjölskyldu sinni og hann hefur fylgst vel með gengi íslenska U-21 liðsins á EM í Danmörku.

Guðmundur var að halda upp á þjóðhátíðardaginn með Íslendingafélaginu í Álaborg þegar að Vísir hitti á hann og spurði hann út í leikinn gegn Dönum í kvöld.

„Það eru margir Íslendingar sem hafa verið að koma til Danmerkur til að fylgjast með liðinu. Það er til dæmis fullt hús af fólki hjá mér og fæ ég bæði Íslendinga og Dani til mín í hamborgara og bjór fyrir leikinn á morgun. Við ætlum að vera með töflufund og reyna að spá í spilin,“ sagði Guðmundur en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

„Ég var nú reyndar búinn spá 3-0 sigri íslenska liðsins í þessum leik fyrir mótið en varð að breyta henni í 4-0 þar sem að hitt dugir víst ekki til. Auðvitað verður þetta strembið en þetta er enn þá hægt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×