Fótbolti

Sviss vann Hvíta-Rússland 3-0

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mehmedi skorar úr vítaspyrnunni
Mehmedi skorar úr vítaspyrnunni Mynd/Getty
Svisslendingar sigruðu Hvít-Rússa 3-0 í hinum leik A-riðils í Árósum í kvöld. Þrátt fyrir tapið komast Hvít-Rússar áfram ásamt Svisslendingum sem sigruðu í öllum leikjum sínum í riðlinum.

Admir Mehmedi kom Svisslendingum í 1-0 snemma leiks með marki úr vítaspyrnu. Undir lok fyrri hálfleiks bætti hann öðru marki við og Sviss 2-0 yfir í hálfleik.

Um miðjan síðari hálfleik misstu Hvít-Rússar mann af velli og Svisslendingar manni fleiri og björninn unninn. Rolf Feltscher bætti við marki á lokamínútunni.

Þar sem Sviss sigraði 3-0 hefði Íslendingum dugað 3-0 sigur á Dönum eftir allt saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×