Fótbolti

Kolbeinn: Danirnir voru hræddir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Álaborg skrifar
Kolbeinn Sigþórsson segir grátlegt að hugsa til þess að Ísland var aðeins einu marki frá því að komast í undanúrslit á EM og eiga þar með möguleika á Ólympíusæti.

„Það eru blendnar tilfinningar hjá manni eftir þennan leik. Við erum auðvitað hundfúlir með að það hafi aðeins vantað eitt mark upp á að komast áfram í undanúrslit og eiga þar með möguleika á að komast á Ólympíuleika."

„Við fengum nóg af færum til að skora fleiri mörk en að sama skapi fengu Danir líka sín færi. Það má ekki gleyma því. Við gáfum svo allt í þetta í lokin."

„Það er ýmislegt sem fer í reynslubankann eftir mótið og vonandi tekst okkur að nýta það í framtíðinni."

Hann segir að þegar að það hafi breytt ýmsu þegar að fyrsta markið loksins kom.

„Stíflan brast og mér fannst kveikna í okkur eftir fyrsta markið. Danirnir voru hræddir. Mér fannst við spila virkilega flottan leik."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×