Fótbolti

Þess vegna komst Hvíta-Rússland áfram

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hvíta-Rússland fór áfram á kostnað Íslendinga og Dana
Hvíta-Rússland fór áfram á kostnað Íslendinga og Dana Mynd/Anton
Hvíta-Rússland, Ísland og Danmörk luku keppni í A-riðli með sama stigafjölda og sömu markatölu en það voru Hvít-Rússar sem komust áfram í undanúrslitin með Sviss.

Liðin fengu öll þrjú stig, skoruðu öll þrjú mörk og fengu öll fimm á sig. En það segir aðeins hálfa söguna.

Samkvæmt reglum Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, ber að reikna út árangur í innbyrðisviðureignum þeirra lið sem eru jöfn að stigum þegar að riðlakeppninni lýkur.

Liðin eru jöfn að stigum í innbyrðisviðureignum en ekki í markatölu. Markatala liðanna í innbyrðisviðureignum þeirra eru:

Hvíta-Rússland 3-2

Ísland 3-3

Danmörk 3-4

Þess vegna komust Hvít-Rússar áfram upp úr A-riðlinum, ásamt Svisslendingum sem unnu alla sína leiki og fengu því fullt hús stiga.

Íslandi hefði dugað 3-0 eða 4-1 sigur gegn Dönum í gær en leiknum lauk með 3-1 sigri Íslands. Lokastaða leiksins skipti engu fyrir Dani - þeir vissu fyrir leikinn að liðið myndi falla úr leik ef leikurinn á móti Íslandi myndi tapast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×