Fótbolti

Dönsku fjölmiðlarnir slátra U-21 liðinu - eins og flugur í öskuskýi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mikkel Andersen varði nokkrum sinnum vel frá íslensku strákunum
Mikkel Andersen varði nokkrum sinnum vel frá íslensku strákunum Mynd/Anton
Danskir fjölmiðlar fara sumir mikinn í umfjöllun sinni um danska U-21 landsliðið eftir tapið gegn Danmörku í gær. BT fer hreinlega hamförum.

„Fiasko" stendur í risastórum stöfum á forsíðu íþróttablaðs BT í dag og mynd af Nicki Bille Nielsen sem misnotaði fjömörg færi í leiknum í gær. Það gerðu reyndar fleiri leikmenn á vellinum, bæði íslenskir og danskir.

En þeir íslensku skoruðu þrjú mörk gegn aðeins einu frá Dönum sem öllu máli skiptir. Eitt mark til viðbótar hefði fleytt Íslandi áfram í undanúrslit en Danir vissu að tap þýddi bara eitt - þeir væru úr leik.

BT gaf leikmönnum danska liðsins einkunn fyrir frammistöðuna í leiknum og fengu tíu af ellefu leikmönnum í byrjunarliðinu eina af tveimur verstu einkunnunum - þrír fengu 02 og sjö 00 eða lægstu mögulegu einkunn. Þjálfarinn Keld Bordinggaard fékk einnig falleinkunn - 00.

Ekstra Bladet er aðeins mildara í umfjöllun sinni og gaf leikmönnum einkunnir á bilinu 0-6. Enginn fékk núll en tveir leikmenn, þeir Nicki Bille og Mathias Zanka Jörgensen, fengu einn. Flestir aðrir fengu 3 og 4 en bestir að mati blaðsins voru markvörðurinjn Mikkel Andersen (4) og markaskorarinn Bashkim Kadrii (5).

„Dönsku lærlingarnir féllu eins og flugur í öskuskýi - úr leik," stóð í fyrirsögn á forsíðu Ekstra Bladet.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×