Fótbolti

Bordinggaard: Versti leikurinn okkar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kadrii kemur knettinum framhjá Haraldi Björnssyni í marki Íslands
Kadrii kemur knettinum framhjá Haraldi Björnssyni í marki Íslands Mynd/Anton
Keld Bordinggaard stýrði U-21 liði Dana í síðasta sinn í gær en hann gaf það út fyrir EM í Danmörku að hann myndi ekki halda áfram í starfinu eftir keppnina. Danmörk er úr leik eftir að liðið tapaði í gær fyrir Íslandi, 3-1.

„Þetta var okkar versti leikur í keppninni,“ sagði Bordinggaard eftir leik. „Við fengum færi sem við hefðum átt að nýta en gerðum ekki. Við erum það lið í þessari keppni sem fékk hvað flest færi af öllum liðunum. En okkur gekk illa að koma boltanum inn fyrir línuna.“

Dönsku blaðamennirnir spurðu Bordingaard hvort það væri rétt að fjalla um gengi liðsisn á EM sem „fíaskó“. „Það finnst mér ekki. En fjölmiðlar mega kalla þetta þeim nöfnum sem þeim sýnist. Mér er alveg sama,“ sagði hann.

Fjölmiðlar gengu á lagið og voru með stríðsfyrirsagnir í blöðum dagsins. BT var með eitt orð í fyrirsögn á forsíðu sinnar íþróttaumfjöllunnar - „Fíaskó“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×