Fótbolti

Útlitið dökkt með Rúrik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rúrik Gíslason.
Rúrik Gíslason. Mynd/Pjetur
Ólafur Jóhannsson landsliðsþjálfari segir ólíklegt að Rúrik Gíslason muni spila með Íslandi gegn Dönum í undankeppni EM 2012 um helgina.

„Rúrik er í kapphluaupi tímann og ef ég á að segja alveg eins og er þá lítur það ekkert sérstaklega vel út,“ sagði Ólafur í samtali við Vísi í dag.

„Hann hefur verið að glíma við ökklameiðsli í nokkurn tíma og er nú í meðhöndlun og léttum æfingum. En hann nær ekki að taka þátt í okkar æfingum af fullum krafti.“

Ólafur getur þó ekkert sagt til um hvort að Evrópumeistaramót U-21 landsliða sé í hættu hjá Rúriki. „Ég er auðvitað að hugsa bara um leikinn okkar um helgina en framhaldið verður bara að koma í ljós.“

Ólafur sagði einnig að þeir Indriði Sigurðsson og Gunnleifur Gunnleifsson, sem hafa verið að glíma við smávægileg meiðsli, hafi getað æft með liðinu í dag án nokkurra vandkvæða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×