Fótbolti

Kjær ekki með Dönum á EM U-21 - hópur Dana klár

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Simon Kjær í leik með Wolfsburg.
Simon Kjær í leik með Wolfsburg. Nordic Photos / Bongarts
Varnarmaðurinn Simon Kjær mun ekki spila með danska U-21 landsliðinu á Evrópumeistaramótinu í Danmörku sem hefst í næstu viku.

Þetta er vitanlega mikið áfall fyrir Dani enda Kjær þegar orðinn fastamaður í A-landsliðinu.

Það var félag hans í Þýskalandi, Wolfsburg, sem setti honum stólinn fyrir dyrnar í þessu máli. Felix Magath, stjóri Wolfsburg, var því mjög mótfallinn að Kjær myndi spila á mótinu og fékk sínu framgengt.

„Ég hafði hlakkað mjög mikið til að fá að spila með landsliðfélögum mínum á heimavelli. Það hefði verið frábær upplifun,“ sagði Kjær við danska fjölmiðla í dag.

„En ég verð að virða ákvörðun míns félags. Þetta var erfitt tímabil og pressan á okkur mikil undir loikin. Í þeirra augum er mikilvægara að ég fái hvíldina en að taka þátt í mótinu.“

Kjær verður þó með A-liði Dana sem mætir Íslandi á laugardaginn. „Nú ætla ég að einbeita mér að leiknum gegn Íslandi.“

Keld Bordinggaard hefur valið þá 23 leikmenn sem spila með Dönum í mótinu í sumar.

Markverðir:

Jonas Lössl, FC Midtjylland

Mikkel Andersen, Reading

Nicklas Højlund, Lyngby

Varnermenn:

Anders Randrup, Brøndby

Andreas Bjelland, FC Nordsjælland

Mads Fenger, Randers FC

Daniel Wass, Brøndby

Jesper Juelsgård, FC Midtjylland

Lasse Nielsen, AaB

Mathias Zanka Jørgensen, FC København

Nicolai Boilesen, Ajax

Miðvallarleikmenn:

Christian Eriksen, Ajax

Kasper Povlsen, AGF

Mads Albæk, FC Midtjylland

Matti Lund Nielsen, FC Nordsjælland

Mike Jensen, Brøndby

Thomas Delaney, FC København

Sóknarmenn:

Bashkim Kadrii, OB

Henrik Dalsgaard, AaB

Nicki Bille Nielsen, Villarreal B

Nicolai Jørgensen, Leverkusen

Søren Frederiksen, SønderjyskE

Nicolaj Agger, Brøndby




Fleiri fréttir

Sjá meira


×