Fótbolti

Ísland fær að sjá nýjan Eriksen

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Christian Eriksen á landsliðsæfingu í vikunni.
Christian Eriksen á landsliðsæfingu í vikunni. Mynd/Daníel
Morten Olsen segir að íslenskir áhorfendur munu fá að sjá nýjan og betri Christian Eriksen á Laugardalsvellinum í kvöld.

Eriksen átti slakan dag þegar að liðin mættust síðast, á Parken í Kaupmannahöfn í haust. Olsen, landsliðsþjálfari Dana, tók hann af velli eftir 58 mínútur í leiknum.

„Við skulum vona það,“ sagði Olsen spurður um málið. „Hann var þreyttur síðast þegar við mættum Íslandi. Hann er sterkari og með meiri hlaupagetu en hann sýndi í þeim leik.“

„Hann mun alltaf leggja gríðarlega mikið á sig fyrir liðið. Og það er þannig sem við vinnum leiki,“ sagði Olsen.

Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18.45 og verður lýst beint í Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×