Fótbolti

Stefán: Spurning um að verja boltann

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Stefán Logi Magnússon þurfti tvívegis að hirða boltann úr marki sínu gegn Dönum í kvöld en sá boltann seint í báðum tilvikum og gat því lítið gert í því þó hann hefði sjálfur viljað gera betur, sérstaklega í fyrra markinu.

 

"Þetta féll ekki með okkur frekar en fyrri daginn en strákarnir stóðu sig vel. Fyrra markið var ódýrt, ég sé boltann ekki neitt en svo er þetta spurning um að verja boltann. Þetta er fimm ára týpa þessi bolti og hann lifir sínu lífi eins og sást í leiknum. Það er kjánalegt að það þurfti að skipta um bolta tíu fimmtán sinnum og vonandi verður betrumbót á því en það var eins fyrir Danina," sagði Stefán Logi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×