Fótbolti

Aron Einar: Hefðum alveg getað klárað þetta bíó

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Aron Einar Gunnarsson var á því að íslenska liðið hefði getað fengið meira út úr leiknum í kvöld.

„Við áttum fyrri hálfleikinn og þetta eru bara léleg úrslit. Svo einfalt er það. Þetta hefði getað dottið báðum megin. Þeir voru graðari og kláruðu þennan leik. Við hefðum alveg eins getað klárað þetta bíó."

Sumir leikmenn íslenska liðsins virkuðu þreyttir í síðari hálfleik en Aron virtist eiga nóg eftir.

„Ég er búinn að æfa vel. Ég var í góðu formi í lok tímabils og æfði vel fyrir norðan. Ég var klár í þennan leik og svo einbeita mér að 21 árs landsliðinu. Nú fer ég í það. Ég tek mér hvíld í kvöld, fer með fjölskyldunni út að borða og svo er það EM. Æfing á morgun, frí á mánudag, æfing þriðjudag og út á miðvikudag. Þetta er ekkert grín. Ég fór í ísbað og er klár í þetta."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×