Fótbolti

Rommedahl: Líkt og mitt annað heimili

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Dennis Rommedahl virðist líða vel á Laugardalsvelli líkt og danska landsliðinu.

„Ég held ég hafi líka lagt upp síðast. Við höfum spilað þrisvar hér og þrír sigrar þannig að þetta er eins og mitt annað heimili."

Rommedahl var þokkalega sáttur við leik liðsins miðað við aðstæður.

„Við getum spilað betur en miðað við aðstæður og hvernig Ísland vildi spila var þetta erfitt. En að lokum fengum við það sem við áttum skilið. Við vorum betra liðið, sköpuðum betri færi. Við ætluðum okkur þrjú stig og fengum."

Blaðamanni lék forvitni á að vita hvað Rommedahl ætti við um „hvernig Ísland vildi spila."

„Við vitum að þeir eru líkamlegir. Þeir spila ekki jafn sókndjarft og ég myndi vilja spila á heimavelli. En það er hluti af þeirra taktík, kannski af því að þeir voru hræddir við okkur. Það er erfitt að spila gegn varnarsinnuðu liði á slæmum velli. Það gerði okkur erfitt fyrir, kannski var það þeirra áætlun en hún gekk ekki upp."

Rommedahl fannst Danir stjórna leiknum og íslenska liðið kom honum ekki á óvart.

„Var það allt sem þú taldir í dag? Mér fannst við fá fleiri færi. Þeir fengu eitt eftir hornspyrnu en annars stjórnuðum við leiknum. Þau færi sem voru sköpuð í leiknum voru okkar og ég held að við höfum átt sigurinn skilið. Þeir spiluðu eins og við áttum von á."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×