Fótbolti

Jóhann Berg: Þurfum að halda boltanum betur

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson fékk það hlutverk að koma inn á rétt eftir að Danir skoruðu sitt annað mark og náði því ekki að setja mark sitt leikinn á sama hátt og hann hafði vonað.

"Þetta var erfitt þarna í lokin þegar þeir fóru að halda boltann vel og við farnir að þreytast. Það var erfitt að sýna almennilega hvað maður getur," sagði Jóhann.

"Við eigum að halda boltanum betur, það vantar smá þor að halda boltanum, vera rólegir á boltanum og halda honum í vörninni og þreyta andstæðinginn í stað þess að láta hann þreyta okkur."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×