Fótbolti

Birkir Már: Opnaði klofið eins og hálfviti

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Birkir Már Sævarsson hægri bakvörður var sammála því að þessi undankeppni væri sagan endalausa.

„Já, þetta er það sama og hefur verið. Við spilum allt í lagi, fáum eitthvað af hálffæri en verjumst svo illa þegar þeir skora."

Danir skoruðu bæði mörk sín í síðari hálfleik.

„Hann fékk eiginlega að skjóta óáreittur í fyrra markinu. Svo opna ég klofið eins og hálfviti í seinna markinu. Þannig fer þetta bara."

Aðspurður hvort það væri skortur á sjálfstrausti þegar leikmennirnir kæmust í færi sagði Birkir Már:

„Nei það vantar ekki sjálfstraust. Það vantar bara gæði í afgreiðslurnar."

Um stemmninguna í klefanum að loknum leik sagði Birkir Már:

„Slæm eins og alltaf. Eins og hún á að vera."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×