Fótbolti

Postiga tryggði Portúgal sigur á Noregi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Helder Postiga fagnar marki sínu í gær.
Helder Postiga fagnar marki sínu í gær. Nordic Photos / AFP
Helder Postiga skoraði eina mark Portúgals gegn Noregi í H-riðli undankeppni EM 2012 í gær en eftir leiki gærkvöldsins eru þrjú lið efst og jöfn með tíu stig á toppi riðilsins.

Postiga skoraði markið á 53. mínútu og var sigurinn sanngjarn. Cristiano Ronaldo hefði getað gulltryggt sigurinn með marki í uppbótartíma en skaut hárfínt fram hjá marki Norðmanna.

Þrjú efstu liðin hafa öll spilað fimm leiki og eru með tíu stig af fimmtán mögulegum. Kýpur kemur svo næst með tvö stig en Ísland er á botninum án stiga.

Næstu leikir í riðlinum fara fram þann 6. september. Þá tekur Ísland á móti Kýpur í botnslag riðilsins en Danmörk og Noregur eigast við í þýðingarmiklum leik.

Spilað var í nokkrum riðlum í undankeppninni í gær má sjá úrslit leikjanna hér fyrir neðan.

Úrslitin í gær:

B-riðill:

Rússland - Armenía 3-1

Slóvakía - Andorra 1-0

Makedónía - Írland 0-2

F-riðill:

Lettland - Ísrael 1-2

Grikkland - Malta 3-1

G-riðill:

England - Sviss 2-2

Svartfjallaland - Búlgaría 1-1

H-riðill:

Ísland - Danmörk 0-2

Portúgal - Noregur 1-0

Vináttulandsleikir:

Perú - Tékkland 0-0

Brasilía - Holland 0-0

Bandaríkin - Spánn 0-4






Fleiri fréttir

Sjá meira


×