Fótbolti

Eriksen: Léttir að skora

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Christian Eriksen skoraði í gær sitt fyrsta landsliðsmark með A-landsliði Dana er hann tryggði sínum mönnum 2-0 sigur á Laugardalsvelli í gær.

Eriksen er aðeins nítján ára gamall en á engu að síður að baki fjórtán A-landsleiki. Hann verður einnig í eldlínunni þegar að U-21 liðið keppir á EM í Danmörku sem hefst um næstu helgi en þar eru Ísland og Danmörk saman í riðli.

„Þetta var léttir eftir fjórtán leiki að hann hafi loksins farið inn,“ sagði Eriksen eftir leikinn.

„En þetta var ekki frábært fótboltaleikur. Það var erfitt að spila hratt á þessum velli en fyrsta snertingin hefði oft mátt vera betri. Það var þó ekki vellinum að kenna, heldur mér sjálfum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×