Fótbolti

Poulsen svekktur með að byrja á bekknum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Daníel
Christian Poulsen var eðlilega ekki ánægður með að hafa misst sæti sitt í byrjunarliði danska landsliðsins en hann byrjaði á bekknum gegn Íslandi í gær.

Poulsen er venjulega fyrirliði danska landsliðsins en hann kom inn á síðari hálfleik og stóð sig vel.

„Auðvitað var svekkjandi að byrja á bekknum,“ sagði Poulsen við danska fjölmiðla eftir leikinn í gær. „Ég var búinn að búa mig undir það en það var engu að síður svekkjandi.“

Poulsen kom inn á fyrir William Kvist sem átti ekki frábæran dag.

„Þetta var skref í rétta átt og ég vona að ég fái betri lausn á mínum málum eftir sumarfríið,“ sagði Poulsen sem er á mála hjá Liverpool, þar sem hann hefur lítið fengið að spila.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×