Fótbolti

U-21 landslið Englands sigraði Noreg

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Daniel Sturridge leikmaður Chelsea var á skotskónum í dag
Daniel Sturridge leikmaður Chelsea var á skotskónum í dag Mynd/AFP
U-21 landslið Englands lagði Noreg 2-0 í æfingaleik á St. Mary's í Southampton í dag. Daniel Sturridge leikmaður Chelsea og Danny Rose leikmaður Tottenham skoruðu mörk enska liðsins.

Stuart Pearce þjálfari liðsins gaf fjölmörgum leikmönnum tækifæri en alls komu átján leikmenn við sögu hjá Englandi í leiknum.

Englendingar undirbúa sig af kappi fyrir lokakeppnina í Danmörku líkt og aðrar þátttökuþjóðir. Liðið komst í úrslitaleikinn á Evrópumótinu í Svíþjóð fyrir tveimur árum þar sem það steinlág gegn Þjóðverjum 4-0.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×