Fótbolti

Zlatan með þrennu í stórsigri Svía á Finnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic. Mynd/Nordic Photos/Getty
Zlatan Ibrahimovic var í miklu stuði í kvöld þegar Svíar unnu 5-0 sigur á Finnum í undankeppni EM 2012. Zlatan skoraði þrennu þrátt fyrir að hafa byrjaði leikinn á bekknum.

Zlatan kom inn á fyrir Ola Toivonen sem meiddist á 25. mínútu leiksins en Kim Kallstrom hafði þá komið Svíum yfir með marki beint úr aukaspyrnu.

Zltan skoraði sitt fyrsta mark á 31. mínútu og bætti síðan við öðru marki fjórum mínútum síðar. Zlatan innsiglaði síðan þrennuna með skalla eftir aukaspyrnu á 53. mínútu. Emir Bajrami skoraði síðan fimmta markið á 82. mínútu.

Hollendingar og Svíar eru að stinga af í E-riðlinum. Holland hefur unnið alla sex leiki sína og er með þremur stigum meira en Svíar sem hafa unnið alla leiki sína nema þann á móti Hollandi. Ungverjar eru síðan í 3. sæti riðilsins, þremur stigum á eftir Svíum þrátt fyrir að hafa leikið leik meira.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×