Fótbolti

Írar unnu 2-0 sigur á Ítölum í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Simon Cox fagnar marki sínu.
Simon Cox fagnar marki sínu. Mynd/Nordic Photos/Getty
Ítalinn Giovanni Trapattoni stýrði írska landsliðinu til 2-0 sigurs í vináttuleik á móti löndum sínum í kvöld en leikurinn fór fram í Liege í Belgíu.

Keith Andrews, miðjumaður Blackburn, kom Írum í 1-0 á 36. mínútu eftir aukaspyrnu og varamaðurinn Simon Cox, leikmaður West Bromwich Albion, skoraði seinna markið á lokamínútu leiksins. Stephen Hunt, leikmaður Úlfanna, lagði upp bæði mörkin.

Emiliano Viviano stóð í marki Ítala en Gianluigi Buffon var hvíldur. Ítalir voru mun meira með boltann en tókst ekki að opna írsku vörnina.

„Fyrst að við þurftum að tapa þá er betra að tapa fyrir Trapattoni," sagði Cesare Prandelli, núverandi þjálfari Ítala, en hann lék undir stjórn Giovanni Trapattoni hjá Juventus í byrjun níunda áratugsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×