Fótbolti

Ronaldo fékk kveðjuleik með landsliði Brasilíu

Brasilímaðurinn Ronaldo lék kveðjuleik sinn sem fótboltamaður í gær í vináttuleik gegn Rúmenum.
Brasilímaðurinn Ronaldo lék kveðjuleik sinn sem fótboltamaður í gær í vináttuleik gegn Rúmenum. AP
Brasilímaðurinn Ronaldo lék kveðjuleik sinn sem fótboltamaður í gær í vináttuleik gegn Rúmenum. Ronaldo var á árum áður besti fótboltamaður heims en hann lék aðeins í 15 mínútur í kveðjuleiknum og náði ekki að skora þrátt fyrir að hafa fengið þrjú góð færi til þess. Brasilíumenn sigruðu 1-0 en stuðningsmenn liðsins voru ekki sáttir við leik liðsins sem undirbýr sig fyrir Copa America sem hefst í byrjun júlí og verður keppnin sýnd á Stöð 2 sport.

Ronaldo er aðeins 34 ára gamall en í febrúar á þessu ári tilkynnti hann að ferlinum væri lokið. Framherjinn hafði fram að þeim tíma glímt við meiðsli í langan tíma og var aldrei nálægt sinni kjörþyngd. Ronaldo lék bæði með Inter og AC Milan á Ítalíu og hann lék einnig með spænsku risunum Real Madrid og Barcelona. Leikurinn fór fram á Pacaembu vellinum, heimavelli Corinthians, sem var síðasta liðið sem Ronaldo lék með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×