Fótbolti

Fyrirhuguð æfing U-21 í dag fellur niður - löng rútuferð framundan

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Strákarnir í Leifsstöð í morgun.
Strákarnir í Leifsstöð í morgun. Mynd/Anton
Ekkert verður úr fyrirhugaðri æfingu íslenska U-21 landsliðsins í knattspyrnu í dag. Vegna seinkunar á flugi liðsins til Kaupmannahafnar í morgun missti liðið af vélinni sem flytja átti liðið áfram til Álaborgar. Strákarnir munu því taka rútu og er reiknað með að ferðalagið taki fimm og hálfa klukkustund.

Það er því ljóst að fyrsta æfing landsliðsins, með alla leikmenn liðsins innanborðs, fer ekki fram fyrr en í fyrrmálið. Þá eru aðeins tveir dagar í fyrsta leikinn sem er á laugardag gegn Hvít-Rússum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×