Fótbolti

Langþráður sigur Færeyinga

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fróði Benjaminsen, fyrirliði Færeyinga
Fróði Benjaminsen, fyrirliði Færeyinga Mynd/Getty Images
Færeyingar unnu í gærkvöldi 2-0 sigur á Eistum í undankeppni Evrópumótsins 2012. Leikurinn fór fram í Tóftum. Sigurinn er sá fyrsti í undankeppni Evrópumóts frá árinu 1995 þegar liðið lagði San Marino.

Fyrrverandi leikmaður Fram, Fróði Benjaminsen, skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu. Í samtali við heimasíðu UEFA sagði heppnina hafa verið með Færeyingum í leiknum.

Við fáum tvö tvíti og þeir nýta ekki færin sín. Svoleiðis hlutir þurfa að falla með okkur til að við getum unnið leik.

Framherjinn Christian Lamhauge Holst líkti sigrinum við kraftaverk.

Við leggjum mjög hart að okkur og gerum það sem þarf að gera. Við vitum að mótherjar okkar fá færi af því þeir eru betri en við. Þó er hægt að gera kraftaverk sem við gerðum í gær. Til þess að gera kraftaverk þarf að leggja mikið á sig.

Þetta er í annað skipti sem Færeyingar sigra í mótsleik undir stjórn Írans Brian Kerr. Hinn sigurinn var gegn Litháen árið 2009 í undankeppni heimsmeistaramótsins 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×