Fótbolti

Enn fækkar stjörnunum hjá Englandi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Getty Images
Kieran Gibbs vinstri bakvörður Arsenal hefur dregið sig út úr U-21 landsliðshópi Englands vegna meiðsla á ökkla. Í núverandi hópi Englendinga eru aðeins tveir leikmenn sem hafa spilað með A-landsliði Englands.

Gibbs er annar varnarmaðurinn sem heltist úr lestinni á skömmum tíma. Micah Richards leikmaður Manchester City verður heldur ekki með vegna meiðsla aftan í læri. Danny Welbeck og Jordan Henderson eru leikmennirnir tveir sem eiga A-landsliðsleik.

Stórstjörnurnar Jack Wilshere og Andy Carroll voru einnig gjaldgengir í lið Englands. Þeir voru þó ekki valdir. Carroll glímir við meiðsli og ákveðið var að gefa Wilshere frí eftir langt keppnistímabil með Arsenal og enska A-landsliðinu.

England mætir Spáni í fyrsta leik sínum á mótinu á sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×