Fótbolti

Kolbeinn líka veikur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson í leiknum gegn Danmörku um helgina.
Kolbeinn Sigþórsson í leiknum gegn Danmörku um helgina. Mynd/Daníel
Kolbeinn Sigþórsson, leikmaður U-21 landsliðs Íslands, er veikur, rétt eins og Gylfi Þór Sigurðsson.

Vísir greindi frá veikindum Gylfa í gær og sagði Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari þá að um smávægilega pest væri að ræða sem myndi vonandi ganga fljótt og vel yfir.

Nú hefur hins vegar Kolbeinn bæst í hópinn og er þeim haldið út af fyrir sig á hóteli liðsins hér í Álaborg.

Aðeins tveir dagar eru í fyrsta leik Íslands á EM í Danmörku en þá mæta strákarnir liði Hvít-Rússa. Kolbeinn og Gylfi eru báðir lykilmenn í liðinu en þeir voru til að mynda báðir í byrjunarliði A-landsliðsins gegn Dönum um liðna helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×