Fótbolti

Skúli Jón og Björn Bergmann skiptast á númerum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Álaborg skrifar
Jón Guðni Fjóluson og Skúli Jón Friðgeirsson eru báðir í íslenska U-21 landsliðshópnum.
Jón Guðni Fjóluson og Skúli Jón Friðgeirsson eru báðir í íslenska U-21 landsliðshópnum.
Ákveðið hefur verið að varnarmaðurinn Skúli Jón Friðgeirsson og sóknarmaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson skiptist á númerum í íslenska U-21 landsliðshópnum.

Fyrir mótið var númeralisti landsliðsins tilkynntur og var þá Skúli Jón númer 22 en Björn Bergmann númer tvö.

Það þykir ef til vill eðlilegt að varnarmaður sé með lægra númer og kann það að vera ástæðan fyrir því að ákveðið var að skipta.

Hér fyrir neðan má sjá númeralista íslenska landsliðsins:

Markverðir:

1 Haraldur Björnsson

12 Óskar Pétursson

20 Arnar Darri Pétursson

Varnarmenn:

2 Skúli Jón Friðgeirsson

4 Eggert Gunnþór Jónsson

5 Hjörtur Logi Valgarðsson

13 Elfar Freyr Helgason

14 Þórarinn Ingi Valdimarsson

18 Andrés Már Jóhannesson

23 Jón Guðni Fjóluson

Miðvallarleikmenn:

3 Hólmar Örn Eyjólfsson

6 Birkir Bjarnason

8 Bjarni Þór Viðarsson

10 Gylfi Þór Sigurðsson

11 Arnór Smárason

16 Guðmundur Kristjánsson

17 Aron Einar Gunnarsson

Sóknarmenn:

7 Jóhann Berg Guðmundsson

9 Rúrik Gíslason

15 Almarr Ormarsson

19 Kolbeinn Sigþórsson

21 Alfreð Finnbogason

22 Björn Bergmann Sigurðarson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×