Fótbolti

Landsliðið æfði í tvo tíma

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Álaborg skrifar
Mynd/Valli
„Strákarnir vildu helst ekki hætta loksins þegar þeir komust á æfingu,“ sagði Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, um æfingu U-21 landsliðsins hér í Álaborg nú síðdegis.

Þetta var fyrsta æfing liðsins eftir að hópurinn kom allur saman í gærmorgun og hóf för sína til Danmerkur. Til stóð að æfa bæði í gærkvöldi og í morgun en aflýsa varð báðum æfingum eins og hefur verið fjallað um.

Allir leikmenn tóku þátt í æfingunni nema Kolbeinn Sigþórsson sem er veikur. Æfingin gekk vel og stóð yfir í um tvo tíma.

„Þeir höfðu greinilega mjög gaman og gott af því að komast loksins á grasið. Þeir virtust í það minnsta skemmta sér mjög vel,“ sagði Ómar.

Næsta æfing liðsins verður í fyrramálið og verður opin fjölmiðlum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×