Innlent

Varðstjóri ákærður fyrir að fara offari í starfi

Mynd úr safni og tengist fréttinni ekki beint
Varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi hefur verið ákærður fyrir brot í starfi þegar hann lét handtaka ungan ölvaðan pilt og skilja hann eftir á víðavangi.

Samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra er umræddur varðstjóri enn við störf.

Pressan greinir frá því að varðstjórinn er ákærður fyrir að hafa farið offari í starfi sínu í júní á síðasta ári þegar hann fyrirskipaði öðrum lögreglumönnum að aka með ölvaðan pilt af mótssvæði í Galtalæk. Drengurinn hafði þá verið handtekinn.

Lögreglumenn óku með drenginn um fjóra kílómetra í burtu frá Galtalæk og hann þar skilinn eftir.

Samkvæmt Pressunni leitaði drengurinn þá eftir aðstoð í nærliggjandi sumarbústað. Þeir sem í sumarbústaðnum voru hringdu á lögregluna sem aftur handtólk drenginn og skildu lögreglumenn hann aftur eftir á víðavangi.

Lögreglumaður dæmdur í fyrra

Í nóvember á síðasta ári var lögreglumaður í Reykjavík dæmdur í Hæstarétti fyrir brot í opinberu starfi með því að hafa í janúar 2009 farið offari við framkvæmd lögreglustarfans og ekki gætt lögmætra aðferða.

Sá lögreglumaður var þá stjórnandi lögregluaðgerðar og skipaði öðrum lögreglumanni að fara með pilt, sem hafði verið handtekinn vegna ölvunarláta í miðbæ Reykjavíkur, út á Granda þar sem hann var skilinn eftir.

Í dómi Hæstaréttar segir meðal annars að það sé mælt fyrir um að handtekinn maður sé færður á lögreglustöð eða annan stað þar sem lögregla hefur aðstöðu. Eigi þetta við ef honum sé ekki þegar sleppt.

Þeim dæmda lögreglumanni var aldrei vikið úr starfi á meðan á rannsókn málsins stóð.

Í dag fékkst staðfest hjá ríkislögreglustjóra að umræddur lögreglumaður er enn við störf.

Tengdar fréttir:

Dæmdur lögreglumaður enn við störf

Dæmdum lögregluþjóni verður ekki vikið úr starfi

Lögreglumaður dæmdur í Hæstarétti



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×