Dæmdum lögregluþjóni verður ekki vikið úr starfi Valur Grettisson skrifar 19. nóvember 2010 15:59 Ríkislögreglustjóri sá ekki forsendur til þess að víkja Garðari úr starfi. Lögregluþjóninum Garðari Helga Magnússyni verður ekki vikið frá störfum eftir að hafa verið dæmdur til skilorðsbundinnar refsingar í Hæstarétti Íslands fyrir að fara offari við skyldustörf. Samkvæmt upplýsingum frá Guðmundi Guðjónssyni, yfirlögregluþjóni hjá Ríkislögreglustjóra, þá var málið skoðað og komist að þeirri niðurstöðu að það væru ekki forsendur til þess að víkja honum úr starfi. Garðar Helgi var ákærður fyrir að fyrir brot í opinberu starfi og líkamsárás með því að hafa að morgni sunnudagsins 18. janúar 2009 farið offari við framkvæmd lögreglustarfans og ekki gætt lögmætra aðferða. Í ákæruskjali sagði að hann hefði, sem stjórnandi lögregluaðgerðar, fyrirskipað öðrum lögreglumanni að aka með handtekinn mann, fæddum 1987, frá Austurstræti út á Granda í Reykjavík þar sem maðurinn var skilinn eftir. Sjálfur sagði hann fyrir rétti að maðurinn hefði verið með ólæti og honum hefði verið ekið þangað í því skyni að róa hann niður. Þá á lögreglumaður að hafa á leiðinni út á Granda þrýst hné sínu á háls mannsins þar sem hann lá handjárnaður í tökum lögreglu á maganum á gólfi lögreglubifreiðar. Maðurinn hlaut marbletti aftan á hálsinn vegna aðfara lögreglunnar. Hann var sýknaður af þeim lið. Í dómi Hæstaréttar segir hinsvegar að Garðar hefði verið sakfelldur fyrir að hafa farið offari við framkvæmd lögreglustarfa og ekki gætt lögmætra aðferða. Í dómi Hæstaréttar segir meðal annars að það sé mælt fyrir um að handtekinn maður sé færður á lögreglustöð eða annan stað þar sem lögregla hefur aðstöðu. Eigi þetta við ef honum sé ekki þegar sleppt. Garðari var aldrei vikið úr starfi á meðan málið fór sína leið í dómskerfinu. Refsingu verður frestað haldi hann almennt skilorð í tvö ár. Tengdar fréttir Dæmdur lögreglumaður enn við störf Garðar Helgi Magnússon, lögreglumaður, sem fundinn var sekur um að hafa farið offfari við handtöku er enn við störf hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort honum verður vikið úr starfi. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir það í höndum ríkislögreglustjóra hvort Garðar Helgi starfar áfram sem lögreglumaður. 19. nóvember 2010 11:38 Lögreglumaður dæmdur í Hæstarétti Lögreglumaðurinn Garðar Helgi Magnússon var dæmdur sekur í Hæstarétti í dag og var því sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur snúið við. 18. nóvember 2010 16:30 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Sjá meira
Lögregluþjóninum Garðari Helga Magnússyni verður ekki vikið frá störfum eftir að hafa verið dæmdur til skilorðsbundinnar refsingar í Hæstarétti Íslands fyrir að fara offari við skyldustörf. Samkvæmt upplýsingum frá Guðmundi Guðjónssyni, yfirlögregluþjóni hjá Ríkislögreglustjóra, þá var málið skoðað og komist að þeirri niðurstöðu að það væru ekki forsendur til þess að víkja honum úr starfi. Garðar Helgi var ákærður fyrir að fyrir brot í opinberu starfi og líkamsárás með því að hafa að morgni sunnudagsins 18. janúar 2009 farið offari við framkvæmd lögreglustarfans og ekki gætt lögmætra aðferða. Í ákæruskjali sagði að hann hefði, sem stjórnandi lögregluaðgerðar, fyrirskipað öðrum lögreglumanni að aka með handtekinn mann, fæddum 1987, frá Austurstræti út á Granda í Reykjavík þar sem maðurinn var skilinn eftir. Sjálfur sagði hann fyrir rétti að maðurinn hefði verið með ólæti og honum hefði verið ekið þangað í því skyni að róa hann niður. Þá á lögreglumaður að hafa á leiðinni út á Granda þrýst hné sínu á háls mannsins þar sem hann lá handjárnaður í tökum lögreglu á maganum á gólfi lögreglubifreiðar. Maðurinn hlaut marbletti aftan á hálsinn vegna aðfara lögreglunnar. Hann var sýknaður af þeim lið. Í dómi Hæstaréttar segir hinsvegar að Garðar hefði verið sakfelldur fyrir að hafa farið offari við framkvæmd lögreglustarfa og ekki gætt lögmætra aðferða. Í dómi Hæstaréttar segir meðal annars að það sé mælt fyrir um að handtekinn maður sé færður á lögreglustöð eða annan stað þar sem lögregla hefur aðstöðu. Eigi þetta við ef honum sé ekki þegar sleppt. Garðari var aldrei vikið úr starfi á meðan málið fór sína leið í dómskerfinu. Refsingu verður frestað haldi hann almennt skilorð í tvö ár.
Tengdar fréttir Dæmdur lögreglumaður enn við störf Garðar Helgi Magnússon, lögreglumaður, sem fundinn var sekur um að hafa farið offfari við handtöku er enn við störf hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort honum verður vikið úr starfi. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir það í höndum ríkislögreglustjóra hvort Garðar Helgi starfar áfram sem lögreglumaður. 19. nóvember 2010 11:38 Lögreglumaður dæmdur í Hæstarétti Lögreglumaðurinn Garðar Helgi Magnússon var dæmdur sekur í Hæstarétti í dag og var því sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur snúið við. 18. nóvember 2010 16:30 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Sjá meira
Dæmdur lögreglumaður enn við störf Garðar Helgi Magnússon, lögreglumaður, sem fundinn var sekur um að hafa farið offfari við handtöku er enn við störf hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort honum verður vikið úr starfi. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir það í höndum ríkislögreglustjóra hvort Garðar Helgi starfar áfram sem lögreglumaður. 19. nóvember 2010 11:38
Lögreglumaður dæmdur í Hæstarétti Lögreglumaðurinn Garðar Helgi Magnússon var dæmdur sekur í Hæstarétti í dag og var því sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur snúið við. 18. nóvember 2010 16:30