Dæmdum lögregluþjóni verður ekki vikið úr starfi Valur Grettisson skrifar 19. nóvember 2010 15:59 Ríkislögreglustjóri sá ekki forsendur til þess að víkja Garðari úr starfi. Lögregluþjóninum Garðari Helga Magnússyni verður ekki vikið frá störfum eftir að hafa verið dæmdur til skilorðsbundinnar refsingar í Hæstarétti Íslands fyrir að fara offari við skyldustörf. Samkvæmt upplýsingum frá Guðmundi Guðjónssyni, yfirlögregluþjóni hjá Ríkislögreglustjóra, þá var málið skoðað og komist að þeirri niðurstöðu að það væru ekki forsendur til þess að víkja honum úr starfi. Garðar Helgi var ákærður fyrir að fyrir brot í opinberu starfi og líkamsárás með því að hafa að morgni sunnudagsins 18. janúar 2009 farið offari við framkvæmd lögreglustarfans og ekki gætt lögmætra aðferða. Í ákæruskjali sagði að hann hefði, sem stjórnandi lögregluaðgerðar, fyrirskipað öðrum lögreglumanni að aka með handtekinn mann, fæddum 1987, frá Austurstræti út á Granda í Reykjavík þar sem maðurinn var skilinn eftir. Sjálfur sagði hann fyrir rétti að maðurinn hefði verið með ólæti og honum hefði verið ekið þangað í því skyni að róa hann niður. Þá á lögreglumaður að hafa á leiðinni út á Granda þrýst hné sínu á háls mannsins þar sem hann lá handjárnaður í tökum lögreglu á maganum á gólfi lögreglubifreiðar. Maðurinn hlaut marbletti aftan á hálsinn vegna aðfara lögreglunnar. Hann var sýknaður af þeim lið. Í dómi Hæstaréttar segir hinsvegar að Garðar hefði verið sakfelldur fyrir að hafa farið offari við framkvæmd lögreglustarfa og ekki gætt lögmætra aðferða. Í dómi Hæstaréttar segir meðal annars að það sé mælt fyrir um að handtekinn maður sé færður á lögreglustöð eða annan stað þar sem lögregla hefur aðstöðu. Eigi þetta við ef honum sé ekki þegar sleppt. Garðari var aldrei vikið úr starfi á meðan málið fór sína leið í dómskerfinu. Refsingu verður frestað haldi hann almennt skilorð í tvö ár. Tengdar fréttir Dæmdur lögreglumaður enn við störf Garðar Helgi Magnússon, lögreglumaður, sem fundinn var sekur um að hafa farið offfari við handtöku er enn við störf hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort honum verður vikið úr starfi. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir það í höndum ríkislögreglustjóra hvort Garðar Helgi starfar áfram sem lögreglumaður. 19. nóvember 2010 11:38 Lögreglumaður dæmdur í Hæstarétti Lögreglumaðurinn Garðar Helgi Magnússon var dæmdur sekur í Hæstarétti í dag og var því sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur snúið við. 18. nóvember 2010 16:30 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Lögregluþjóninum Garðari Helga Magnússyni verður ekki vikið frá störfum eftir að hafa verið dæmdur til skilorðsbundinnar refsingar í Hæstarétti Íslands fyrir að fara offari við skyldustörf. Samkvæmt upplýsingum frá Guðmundi Guðjónssyni, yfirlögregluþjóni hjá Ríkislögreglustjóra, þá var málið skoðað og komist að þeirri niðurstöðu að það væru ekki forsendur til þess að víkja honum úr starfi. Garðar Helgi var ákærður fyrir að fyrir brot í opinberu starfi og líkamsárás með því að hafa að morgni sunnudagsins 18. janúar 2009 farið offari við framkvæmd lögreglustarfans og ekki gætt lögmætra aðferða. Í ákæruskjali sagði að hann hefði, sem stjórnandi lögregluaðgerðar, fyrirskipað öðrum lögreglumanni að aka með handtekinn mann, fæddum 1987, frá Austurstræti út á Granda í Reykjavík þar sem maðurinn var skilinn eftir. Sjálfur sagði hann fyrir rétti að maðurinn hefði verið með ólæti og honum hefði verið ekið þangað í því skyni að róa hann niður. Þá á lögreglumaður að hafa á leiðinni út á Granda þrýst hné sínu á háls mannsins þar sem hann lá handjárnaður í tökum lögreglu á maganum á gólfi lögreglubifreiðar. Maðurinn hlaut marbletti aftan á hálsinn vegna aðfara lögreglunnar. Hann var sýknaður af þeim lið. Í dómi Hæstaréttar segir hinsvegar að Garðar hefði verið sakfelldur fyrir að hafa farið offari við framkvæmd lögreglustarfa og ekki gætt lögmætra aðferða. Í dómi Hæstaréttar segir meðal annars að það sé mælt fyrir um að handtekinn maður sé færður á lögreglustöð eða annan stað þar sem lögregla hefur aðstöðu. Eigi þetta við ef honum sé ekki þegar sleppt. Garðari var aldrei vikið úr starfi á meðan málið fór sína leið í dómskerfinu. Refsingu verður frestað haldi hann almennt skilorð í tvö ár.
Tengdar fréttir Dæmdur lögreglumaður enn við störf Garðar Helgi Magnússon, lögreglumaður, sem fundinn var sekur um að hafa farið offfari við handtöku er enn við störf hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort honum verður vikið úr starfi. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir það í höndum ríkislögreglustjóra hvort Garðar Helgi starfar áfram sem lögreglumaður. 19. nóvember 2010 11:38 Lögreglumaður dæmdur í Hæstarétti Lögreglumaðurinn Garðar Helgi Magnússon var dæmdur sekur í Hæstarétti í dag og var því sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur snúið við. 18. nóvember 2010 16:30 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Dæmdur lögreglumaður enn við störf Garðar Helgi Magnússon, lögreglumaður, sem fundinn var sekur um að hafa farið offfari við handtöku er enn við störf hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort honum verður vikið úr starfi. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir það í höndum ríkislögreglustjóra hvort Garðar Helgi starfar áfram sem lögreglumaður. 19. nóvember 2010 11:38
Lögreglumaður dæmdur í Hæstarétti Lögreglumaðurinn Garðar Helgi Magnússon var dæmdur sekur í Hæstarétti í dag og var því sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur snúið við. 18. nóvember 2010 16:30