Dæmdur lögreglumaður enn við störf 19. nóvember 2010 11:38 Stefán Eiríksson vill ekki tjá sig um hvort honun finnist óheppilegt að dæmdir lögreglumenn sinni löggæslu, og vísar á ríkislögreglustjóra Garðar Helgi Magnússon, lögreglumaður, sem fundinn var sekur um að hafa farið offfari við handtöku er enn við störf hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort honum verður vikið úr starfi. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir það í höndum ríkislögreglustjóra hvort Garðar Helgi starfar áfram sem lögreglumaður.Djúpt í árina tekið? Spurður hvort honum finnist óheppilegt fyrir lögregluna að þar sé starfandi lögreglumaður sem dæmdur hefur verið fyrir að hafa farið offari við handtöku, spyr Stefán á móti: „Er það ekki full djúpt í árina tekið? Er málið þannig vaxið? Er ekki verið að fjalla um heimildir lögreglu? Þessi spurning um hverjir starfa innan lögreglunnar eða ekki, það er spurning sem ríkislögreglustjóri á að svara." Í dómi Hæstaréttar segir orðrétt: „Lögreglumaðurinn G var sakfelldur fyrir brot gegn 132. gr. almennra hegningarlaga með því að hafa farið offari við framkvæmd lögreglustarfa og ekki gætt lögmætra aðferða er hann sem stjórnandi lögregluaðgerðar, í miðbæ Reykjavíkur, fyrirskipaði öðrum lögreglumanni að aka með handtekinn mann þaðan út á Granda og skilja hann þar eftir."Fleiri starfað áfram eftir dóma Stefán bendir á að fordæmi eru fyrir því að lögreglumenn séu dæmdir en haldi þó áfram störfum sem lögreglumenn. „Það eru nokkur nýleg mál sem hafa komið upp þar sem lögreglumaður hefur verið dæmdur, eins og þú þekkir, en lögreglumenn hafa í fæstum tilvikum fengið brottvísun," segir hann. Að mati Stefáns er ekki hægt að setja neina meginreglu um hvort víkja eigi úr starfi þeim lögreglumönnum sem gerast brotlegir við lög. „Það er ekki hægt að tala um neina meginreglu. Það þarf að skoða hvert mál fyrir sig," segir hann. Spurður aftur hvort honum finnist óheppilegt að láta dæmdan lögreglumann sinna löggæslu segir hann: „Ég ætla ekki að tjá mig um það einfaldlega því það er ekki mitt að segja til um það. En ég held að menn verði að skoða hvert mál fyrir sig," segir hann.Á skilorði næstu tvö árin Blaðamaður hafði upphaflega samband við embætti ríkislögreglustjóra til að spyrjast fyrir um störf Garðars Helga og var þá vísað á Stefán Eiríksson, yfirmann Garðars. Garðar Helgi var ákærður fyrir brot í opinberu starfi og líkamsárás með því að hafa að morgni sunnudagsins 18. janúar 2009 farið offari við framkvæmd lögreglustarfans og ekki gætt lögmætra aðferða. Í héraðsdómi var Garðar Helgi sýknaður af öllum ákæruliðum. Hæstiréttur sýknaði hann aðeins af ákæru um líkamsárás. Hann var dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa farið offari við handtöku og ekki hafa gætt lögmætra aðferða. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að haldi Garðar skilorð í tvö ár frá uppkvaðningu dómsins skal refsing falla niður. Tengdar fréttir Dæmdum lögregluþjóni verður ekki vikið úr starfi Lögregluþjóninum Garðari Helga Magnússyni verður ekki vikið frá störfum eftir að hafa verið dæmdur til skilorðsbundinnar refsingar í Hæstarétti Íslands fyrir að fara offari við skyldustörf. 19. nóvember 2010 15:59 Lögreglumaður dæmdur í Hæstarétti Lögreglumaðurinn Garðar Helgi Magnússon var dæmdur sekur í Hæstarétti í dag og var því sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur snúið við. 18. nóvember 2010 16:30 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Garðar Helgi Magnússon, lögreglumaður, sem fundinn var sekur um að hafa farið offfari við handtöku er enn við störf hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort honum verður vikið úr starfi. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir það í höndum ríkislögreglustjóra hvort Garðar Helgi starfar áfram sem lögreglumaður.Djúpt í árina tekið? Spurður hvort honum finnist óheppilegt fyrir lögregluna að þar sé starfandi lögreglumaður sem dæmdur hefur verið fyrir að hafa farið offari við handtöku, spyr Stefán á móti: „Er það ekki full djúpt í árina tekið? Er málið þannig vaxið? Er ekki verið að fjalla um heimildir lögreglu? Þessi spurning um hverjir starfa innan lögreglunnar eða ekki, það er spurning sem ríkislögreglustjóri á að svara." Í dómi Hæstaréttar segir orðrétt: „Lögreglumaðurinn G var sakfelldur fyrir brot gegn 132. gr. almennra hegningarlaga með því að hafa farið offari við framkvæmd lögreglustarfa og ekki gætt lögmætra aðferða er hann sem stjórnandi lögregluaðgerðar, í miðbæ Reykjavíkur, fyrirskipaði öðrum lögreglumanni að aka með handtekinn mann þaðan út á Granda og skilja hann þar eftir."Fleiri starfað áfram eftir dóma Stefán bendir á að fordæmi eru fyrir því að lögreglumenn séu dæmdir en haldi þó áfram störfum sem lögreglumenn. „Það eru nokkur nýleg mál sem hafa komið upp þar sem lögreglumaður hefur verið dæmdur, eins og þú þekkir, en lögreglumenn hafa í fæstum tilvikum fengið brottvísun," segir hann. Að mati Stefáns er ekki hægt að setja neina meginreglu um hvort víkja eigi úr starfi þeim lögreglumönnum sem gerast brotlegir við lög. „Það er ekki hægt að tala um neina meginreglu. Það þarf að skoða hvert mál fyrir sig," segir hann. Spurður aftur hvort honum finnist óheppilegt að láta dæmdan lögreglumann sinna löggæslu segir hann: „Ég ætla ekki að tjá mig um það einfaldlega því það er ekki mitt að segja til um það. En ég held að menn verði að skoða hvert mál fyrir sig," segir hann.Á skilorði næstu tvö árin Blaðamaður hafði upphaflega samband við embætti ríkislögreglustjóra til að spyrjast fyrir um störf Garðars Helga og var þá vísað á Stefán Eiríksson, yfirmann Garðars. Garðar Helgi var ákærður fyrir brot í opinberu starfi og líkamsárás með því að hafa að morgni sunnudagsins 18. janúar 2009 farið offari við framkvæmd lögreglustarfans og ekki gætt lögmætra aðferða. Í héraðsdómi var Garðar Helgi sýknaður af öllum ákæruliðum. Hæstiréttur sýknaði hann aðeins af ákæru um líkamsárás. Hann var dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa farið offari við handtöku og ekki hafa gætt lögmætra aðferða. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að haldi Garðar skilorð í tvö ár frá uppkvaðningu dómsins skal refsing falla niður.
Tengdar fréttir Dæmdum lögregluþjóni verður ekki vikið úr starfi Lögregluþjóninum Garðari Helga Magnússyni verður ekki vikið frá störfum eftir að hafa verið dæmdur til skilorðsbundinnar refsingar í Hæstarétti Íslands fyrir að fara offari við skyldustörf. 19. nóvember 2010 15:59 Lögreglumaður dæmdur í Hæstarétti Lögreglumaðurinn Garðar Helgi Magnússon var dæmdur sekur í Hæstarétti í dag og var því sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur snúið við. 18. nóvember 2010 16:30 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Dæmdum lögregluþjóni verður ekki vikið úr starfi Lögregluþjóninum Garðari Helga Magnússyni verður ekki vikið frá störfum eftir að hafa verið dæmdur til skilorðsbundinnar refsingar í Hæstarétti Íslands fyrir að fara offari við skyldustörf. 19. nóvember 2010 15:59
Lögreglumaður dæmdur í Hæstarétti Lögreglumaðurinn Garðar Helgi Magnússon var dæmdur sekur í Hæstarétti í dag og var því sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur snúið við. 18. nóvember 2010 16:30