Dæmdur lögreglumaður enn við störf 19. nóvember 2010 11:38 Stefán Eiríksson vill ekki tjá sig um hvort honun finnist óheppilegt að dæmdir lögreglumenn sinni löggæslu, og vísar á ríkislögreglustjóra Garðar Helgi Magnússon, lögreglumaður, sem fundinn var sekur um að hafa farið offfari við handtöku er enn við störf hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort honum verður vikið úr starfi. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir það í höndum ríkislögreglustjóra hvort Garðar Helgi starfar áfram sem lögreglumaður.Djúpt í árina tekið? Spurður hvort honum finnist óheppilegt fyrir lögregluna að þar sé starfandi lögreglumaður sem dæmdur hefur verið fyrir að hafa farið offari við handtöku, spyr Stefán á móti: „Er það ekki full djúpt í árina tekið? Er málið þannig vaxið? Er ekki verið að fjalla um heimildir lögreglu? Þessi spurning um hverjir starfa innan lögreglunnar eða ekki, það er spurning sem ríkislögreglustjóri á að svara." Í dómi Hæstaréttar segir orðrétt: „Lögreglumaðurinn G var sakfelldur fyrir brot gegn 132. gr. almennra hegningarlaga með því að hafa farið offari við framkvæmd lögreglustarfa og ekki gætt lögmætra aðferða er hann sem stjórnandi lögregluaðgerðar, í miðbæ Reykjavíkur, fyrirskipaði öðrum lögreglumanni að aka með handtekinn mann þaðan út á Granda og skilja hann þar eftir."Fleiri starfað áfram eftir dóma Stefán bendir á að fordæmi eru fyrir því að lögreglumenn séu dæmdir en haldi þó áfram störfum sem lögreglumenn. „Það eru nokkur nýleg mál sem hafa komið upp þar sem lögreglumaður hefur verið dæmdur, eins og þú þekkir, en lögreglumenn hafa í fæstum tilvikum fengið brottvísun," segir hann. Að mati Stefáns er ekki hægt að setja neina meginreglu um hvort víkja eigi úr starfi þeim lögreglumönnum sem gerast brotlegir við lög. „Það er ekki hægt að tala um neina meginreglu. Það þarf að skoða hvert mál fyrir sig," segir hann. Spurður aftur hvort honum finnist óheppilegt að láta dæmdan lögreglumann sinna löggæslu segir hann: „Ég ætla ekki að tjá mig um það einfaldlega því það er ekki mitt að segja til um það. En ég held að menn verði að skoða hvert mál fyrir sig," segir hann.Á skilorði næstu tvö árin Blaðamaður hafði upphaflega samband við embætti ríkislögreglustjóra til að spyrjast fyrir um störf Garðars Helga og var þá vísað á Stefán Eiríksson, yfirmann Garðars. Garðar Helgi var ákærður fyrir brot í opinberu starfi og líkamsárás með því að hafa að morgni sunnudagsins 18. janúar 2009 farið offari við framkvæmd lögreglustarfans og ekki gætt lögmætra aðferða. Í héraðsdómi var Garðar Helgi sýknaður af öllum ákæruliðum. Hæstiréttur sýknaði hann aðeins af ákæru um líkamsárás. Hann var dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa farið offari við handtöku og ekki hafa gætt lögmætra aðferða. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að haldi Garðar skilorð í tvö ár frá uppkvaðningu dómsins skal refsing falla niður. Tengdar fréttir Dæmdum lögregluþjóni verður ekki vikið úr starfi Lögregluþjóninum Garðari Helga Magnússyni verður ekki vikið frá störfum eftir að hafa verið dæmdur til skilorðsbundinnar refsingar í Hæstarétti Íslands fyrir að fara offari við skyldustörf. 19. nóvember 2010 15:59 Lögreglumaður dæmdur í Hæstarétti Lögreglumaðurinn Garðar Helgi Magnússon var dæmdur sekur í Hæstarétti í dag og var því sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur snúið við. 18. nóvember 2010 16:30 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira
Garðar Helgi Magnússon, lögreglumaður, sem fundinn var sekur um að hafa farið offfari við handtöku er enn við störf hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort honum verður vikið úr starfi. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir það í höndum ríkislögreglustjóra hvort Garðar Helgi starfar áfram sem lögreglumaður.Djúpt í árina tekið? Spurður hvort honum finnist óheppilegt fyrir lögregluna að þar sé starfandi lögreglumaður sem dæmdur hefur verið fyrir að hafa farið offari við handtöku, spyr Stefán á móti: „Er það ekki full djúpt í árina tekið? Er málið þannig vaxið? Er ekki verið að fjalla um heimildir lögreglu? Þessi spurning um hverjir starfa innan lögreglunnar eða ekki, það er spurning sem ríkislögreglustjóri á að svara." Í dómi Hæstaréttar segir orðrétt: „Lögreglumaðurinn G var sakfelldur fyrir brot gegn 132. gr. almennra hegningarlaga með því að hafa farið offari við framkvæmd lögreglustarfa og ekki gætt lögmætra aðferða er hann sem stjórnandi lögregluaðgerðar, í miðbæ Reykjavíkur, fyrirskipaði öðrum lögreglumanni að aka með handtekinn mann þaðan út á Granda og skilja hann þar eftir."Fleiri starfað áfram eftir dóma Stefán bendir á að fordæmi eru fyrir því að lögreglumenn séu dæmdir en haldi þó áfram störfum sem lögreglumenn. „Það eru nokkur nýleg mál sem hafa komið upp þar sem lögreglumaður hefur verið dæmdur, eins og þú þekkir, en lögreglumenn hafa í fæstum tilvikum fengið brottvísun," segir hann. Að mati Stefáns er ekki hægt að setja neina meginreglu um hvort víkja eigi úr starfi þeim lögreglumönnum sem gerast brotlegir við lög. „Það er ekki hægt að tala um neina meginreglu. Það þarf að skoða hvert mál fyrir sig," segir hann. Spurður aftur hvort honum finnist óheppilegt að láta dæmdan lögreglumann sinna löggæslu segir hann: „Ég ætla ekki að tjá mig um það einfaldlega því það er ekki mitt að segja til um það. En ég held að menn verði að skoða hvert mál fyrir sig," segir hann.Á skilorði næstu tvö árin Blaðamaður hafði upphaflega samband við embætti ríkislögreglustjóra til að spyrjast fyrir um störf Garðars Helga og var þá vísað á Stefán Eiríksson, yfirmann Garðars. Garðar Helgi var ákærður fyrir brot í opinberu starfi og líkamsárás með því að hafa að morgni sunnudagsins 18. janúar 2009 farið offari við framkvæmd lögreglustarfans og ekki gætt lögmætra aðferða. Í héraðsdómi var Garðar Helgi sýknaður af öllum ákæruliðum. Hæstiréttur sýknaði hann aðeins af ákæru um líkamsárás. Hann var dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa farið offari við handtöku og ekki hafa gætt lögmætra aðferða. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að haldi Garðar skilorð í tvö ár frá uppkvaðningu dómsins skal refsing falla niður.
Tengdar fréttir Dæmdum lögregluþjóni verður ekki vikið úr starfi Lögregluþjóninum Garðari Helga Magnússyni verður ekki vikið frá störfum eftir að hafa verið dæmdur til skilorðsbundinnar refsingar í Hæstarétti Íslands fyrir að fara offari við skyldustörf. 19. nóvember 2010 15:59 Lögreglumaður dæmdur í Hæstarétti Lögreglumaðurinn Garðar Helgi Magnússon var dæmdur sekur í Hæstarétti í dag og var því sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur snúið við. 18. nóvember 2010 16:30 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira
Dæmdum lögregluþjóni verður ekki vikið úr starfi Lögregluþjóninum Garðari Helga Magnússyni verður ekki vikið frá störfum eftir að hafa verið dæmdur til skilorðsbundinnar refsingar í Hæstarétti Íslands fyrir að fara offari við skyldustörf. 19. nóvember 2010 15:59
Lögreglumaður dæmdur í Hæstarétti Lögreglumaðurinn Garðar Helgi Magnússon var dæmdur sekur í Hæstarétti í dag og var því sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur snúið við. 18. nóvember 2010 16:30