Þolendur kynferðisofbeldis sæta árásum í fjölmiðlum Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. maí 2011 13:49 Meðferðarheimilið Árbót þar sem kynferðisofbeldið átti sér stað. Fyrrverandi vistmenn á meðferðarheimilinu Árbót, sem kærðu fyrrverandi starfsmanns heimilisins fyrir kynferðisofbeldi, hafa þolað árásir í fjölmiðlum vegna ákæranna. Barnaverndarstofa og þrjár barnaverndir á landinu hafa nú sent frá sér ályktun þar sem segir að barnaverndaryfirvöld geti ekki orða bundist yfir þessari umfjöllun. Í fyrra var Jón Þór Dagbjartsson, fyrrverandi starfsmaður Árbótar, dæmdur í fangelsi fyrir brot gegn stúlkum sem höfðu verið vistaðar á Árbót. Eiginkona Jóns hefur meðal annars ítrekað rætt mál hans í ýmsum fjölmiðlum eftir að dómur féll í máli hans, þar sem hún hefur komið honum til varnar. Barnaverndaryfirvöld gera athugasemd við þá umfjöllun sem fram hefur farið. „Hafa stúlkurnar, sem eðli málsins samkvæmt eiga erfitt með að verja sig sjálfar, þurft að þola árásir í fjölmiðlum mánuðum saman þrátt fyrir að um sé að ræða mál þar sem viðkomandi starfsmaður hefur verið dæmdur fyrir kynferðislegt ofbeldi gagnvart barni á meðferðarheimili bæði fyrir héraðsdómi og Hæstarétti, barni sem honum var falið að styðja við og vernda. Hafa árásirnar farið fram með greina- og fréttaskrifum á netmiðlum, í ljósvakamiðlum sem og með undirskriftarsöfnun þar sem almenningur er hvattur til þess að taka afstöðu gegn stúlkunum og gera þannig lítið úr því ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir," segir í ályktun barnaverndaryfirvalda. Barnaverndaryfirvöld segja ljóst að fórnarlömbin í málinu séu mörg, bæði stúlkurnar sem og fjölskylda og aðstandendur hins dæmda. Samúð með aðstandendum megi hins vegar aldrei verða til þess að samfélagið taki þátt í herferð gagnvart þeim börnum sem þorðu að tjá sig um að hafa verið beitt ofbeldi. „Þær frásagnir mörkuðu upphaf máls sem leiddi til sektardóms í refsimáli sem höfðað var í kjölfar ítarlegrar lögreglurannsóknar. Umræðan hefur verið á þá leið að hætt er við að börn, sem beitt eru ofbeldi af hálfu fullorðinna, kjósi að greina ekki frá því af ótta við að samfélagið snúist gegn þeim, þeim verði ekki trúað og fullorðnir muni ekki hlusta á frásögn þeirra eða taka hana trúanlega," segir í ályktuninni. Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Fyrrverandi vistmenn á meðferðarheimilinu Árbót, sem kærðu fyrrverandi starfsmanns heimilisins fyrir kynferðisofbeldi, hafa þolað árásir í fjölmiðlum vegna ákæranna. Barnaverndarstofa og þrjár barnaverndir á landinu hafa nú sent frá sér ályktun þar sem segir að barnaverndaryfirvöld geti ekki orða bundist yfir þessari umfjöllun. Í fyrra var Jón Þór Dagbjartsson, fyrrverandi starfsmaður Árbótar, dæmdur í fangelsi fyrir brot gegn stúlkum sem höfðu verið vistaðar á Árbót. Eiginkona Jóns hefur meðal annars ítrekað rætt mál hans í ýmsum fjölmiðlum eftir að dómur féll í máli hans, þar sem hún hefur komið honum til varnar. Barnaverndaryfirvöld gera athugasemd við þá umfjöllun sem fram hefur farið. „Hafa stúlkurnar, sem eðli málsins samkvæmt eiga erfitt með að verja sig sjálfar, þurft að þola árásir í fjölmiðlum mánuðum saman þrátt fyrir að um sé að ræða mál þar sem viðkomandi starfsmaður hefur verið dæmdur fyrir kynferðislegt ofbeldi gagnvart barni á meðferðarheimili bæði fyrir héraðsdómi og Hæstarétti, barni sem honum var falið að styðja við og vernda. Hafa árásirnar farið fram með greina- og fréttaskrifum á netmiðlum, í ljósvakamiðlum sem og með undirskriftarsöfnun þar sem almenningur er hvattur til þess að taka afstöðu gegn stúlkunum og gera þannig lítið úr því ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir," segir í ályktun barnaverndaryfirvalda. Barnaverndaryfirvöld segja ljóst að fórnarlömbin í málinu séu mörg, bæði stúlkurnar sem og fjölskylda og aðstandendur hins dæmda. Samúð með aðstandendum megi hins vegar aldrei verða til þess að samfélagið taki þátt í herferð gagnvart þeim börnum sem þorðu að tjá sig um að hafa verið beitt ofbeldi. „Þær frásagnir mörkuðu upphaf máls sem leiddi til sektardóms í refsimáli sem höfðað var í kjölfar ítarlegrar lögreglurannsóknar. Umræðan hefur verið á þá leið að hætt er við að börn, sem beitt eru ofbeldi af hálfu fullorðinna, kjósi að greina ekki frá því af ótta við að samfélagið snúist gegn þeim, þeim verði ekki trúað og fullorðnir muni ekki hlusta á frásögn þeirra eða taka hana trúanlega," segir í ályktuninni.
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira