Örvæntingin rak Mehdi til þess að hella yfir sig bensíni 6. maí 2011 11:54 Mehdi Kavyan Pour. Það virðist hafa verið örvæntingin sem rak hinn 53 ára gamla Mehdi Kavyan Pour til þess að taka leigubíl upp í húsnæði Rauða krossins um tíu leytið í morgun. Hann var með tvo fulla brúsa af bensíni með sér. Leigubílstjórinn, sem fréttastofa ræddi við á vettvangi, hélt að bensíntankur bílsins væri farinn að leka. Mehdi virðist hafa tekið skrifstofu Rauða krossins í gíslingu. Hann hótaði að kveikja í sér ef hann fengi ekki úrlausn sinna mála. Sérsveit ríkislögreglustjórans kom á vettvang. Samningamaður reyndi að fá Mehdi út úr húsinu mótþróalaust. Hann brást við með því að hella yfir sig bensíni. Meðal annars slettist vökvi á starfsfólk Rauða krossins. Það er ljóst að starfsfólkið var í mikill hættu. Ástæðan fyrir því að Mehdi grípur til þessar örþrifaráða virðist vera úrræðaleysi innan kerfisins gagnvart hælisleitendum. Þetta er í annað skiptið sem hann kemst í fréttirnar. Það var í nóvember 2008 sem hann, ásamt þremur öðrum hælisleitendum sem gistu á FIT hostelinu, fóru í hungurverkfall. Verkfallið entist í að minnsta kosti tíu daga en Mehdi var að lokum færður á sjúkrahús eftir að hann hætti að neyta vökva. Mehdi sagði í viðtali við mbl.is á þeim tíma að hann hefði starfað fyrir póst- og símamálastofnun í Íran. Hans hlutverk hefði verið að hlera síma almennra borgara. Eftir að trúnaðarupplýsingar hurfu af skrifstofunni þar sem hann starfaði, létust tveir samstarfsmenn hans á dularfullan hátt. Sjálfur sagðist hann frekar vilja deyja úr hungri í rúmi sínu á FIT hostel, frekar en að snúa aftur til Íran, og deyja í fangelsi þar í landi. Nú, fjórum árum eftir hungurverkfallið, eru sjö ár liðin síðan hann kom hingað til lands. Honum hefur að minnsta kosti einu sinni verið hafnað um hæli hér á landi. Helga Vala Helgadóttir, lögfræðingur Mehdi, gat lítið tjáð sig um málið þegar Vísir hafði samband við hana. Hún sagði Mehdi vera á lögreglustöðinni í skýrslutöku og óljóst um framtíð hans, eins og áður. Rauði krossinn sendi frá sér tilkynningu fyrr í morgun. Þar segir meðal annars: "Það er hörmulegt að örvænting reki fólk til slíkra athafna, en mest um vert er að okkur tókst með þeim viðbúnaði sem hér var að koma manninum til hjálpar án þess að hann skaðaði sjálfan sig eða aðra. Þetta var leyst á faglegan hátt með aðstoð sérfræðinga." Svo segir í tilkynningunni að Rauði krossinn harmi að hælisleitandi skuli grípa til slíkra örþrifaráða. Slíkt beri vitni örvæntingu mannsins og mikilvægt sé að hann fái nauðsynlega aðstoð í framhaldinu. Engin slasaðist en Mehdi var yfirbugaður af sérsveitinni sem nýtti slökkviliðstæki til þess að sprauta á hann um leið og hann var handtekinn. Honum tókst aldrei að kveikja eldinn. Mehdi bíður nú eftir mannúðardvalarleyfi. Tengdar fréttir Hælisleitandi sem ætlaði að kveikja í sér yfirbugaður Hælisleitandi hefur verið handtekinn en hann fór inni í hús Rauða krossins í Efstaleiti og hótaði að kveikja í sér. Maðurinn var með bensínbrúsa. 6. maí 2011 09:57 Bensín slettist á starfsfólk - réðust á manninn með slökkvitækjum Starfsfólk Rauða Krossins í Efstaleiti var í mikilli hættu þegar hælisleitandi frá Íran hótaði að kveikja í sér inni í húsinu á tíunda tímanum í morgun. 6. maí 2011 10:51 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Það virðist hafa verið örvæntingin sem rak hinn 53 ára gamla Mehdi Kavyan Pour til þess að taka leigubíl upp í húsnæði Rauða krossins um tíu leytið í morgun. Hann var með tvo fulla brúsa af bensíni með sér. Leigubílstjórinn, sem fréttastofa ræddi við á vettvangi, hélt að bensíntankur bílsins væri farinn að leka. Mehdi virðist hafa tekið skrifstofu Rauða krossins í gíslingu. Hann hótaði að kveikja í sér ef hann fengi ekki úrlausn sinna mála. Sérsveit ríkislögreglustjórans kom á vettvang. Samningamaður reyndi að fá Mehdi út úr húsinu mótþróalaust. Hann brást við með því að hella yfir sig bensíni. Meðal annars slettist vökvi á starfsfólk Rauða krossins. Það er ljóst að starfsfólkið var í mikill hættu. Ástæðan fyrir því að Mehdi grípur til þessar örþrifaráða virðist vera úrræðaleysi innan kerfisins gagnvart hælisleitendum. Þetta er í annað skiptið sem hann kemst í fréttirnar. Það var í nóvember 2008 sem hann, ásamt þremur öðrum hælisleitendum sem gistu á FIT hostelinu, fóru í hungurverkfall. Verkfallið entist í að minnsta kosti tíu daga en Mehdi var að lokum færður á sjúkrahús eftir að hann hætti að neyta vökva. Mehdi sagði í viðtali við mbl.is á þeim tíma að hann hefði starfað fyrir póst- og símamálastofnun í Íran. Hans hlutverk hefði verið að hlera síma almennra borgara. Eftir að trúnaðarupplýsingar hurfu af skrifstofunni þar sem hann starfaði, létust tveir samstarfsmenn hans á dularfullan hátt. Sjálfur sagðist hann frekar vilja deyja úr hungri í rúmi sínu á FIT hostel, frekar en að snúa aftur til Íran, og deyja í fangelsi þar í landi. Nú, fjórum árum eftir hungurverkfallið, eru sjö ár liðin síðan hann kom hingað til lands. Honum hefur að minnsta kosti einu sinni verið hafnað um hæli hér á landi. Helga Vala Helgadóttir, lögfræðingur Mehdi, gat lítið tjáð sig um málið þegar Vísir hafði samband við hana. Hún sagði Mehdi vera á lögreglustöðinni í skýrslutöku og óljóst um framtíð hans, eins og áður. Rauði krossinn sendi frá sér tilkynningu fyrr í morgun. Þar segir meðal annars: "Það er hörmulegt að örvænting reki fólk til slíkra athafna, en mest um vert er að okkur tókst með þeim viðbúnaði sem hér var að koma manninum til hjálpar án þess að hann skaðaði sjálfan sig eða aðra. Þetta var leyst á faglegan hátt með aðstoð sérfræðinga." Svo segir í tilkynningunni að Rauði krossinn harmi að hælisleitandi skuli grípa til slíkra örþrifaráða. Slíkt beri vitni örvæntingu mannsins og mikilvægt sé að hann fái nauðsynlega aðstoð í framhaldinu. Engin slasaðist en Mehdi var yfirbugaður af sérsveitinni sem nýtti slökkviliðstæki til þess að sprauta á hann um leið og hann var handtekinn. Honum tókst aldrei að kveikja eldinn. Mehdi bíður nú eftir mannúðardvalarleyfi.
Tengdar fréttir Hælisleitandi sem ætlaði að kveikja í sér yfirbugaður Hælisleitandi hefur verið handtekinn en hann fór inni í hús Rauða krossins í Efstaleiti og hótaði að kveikja í sér. Maðurinn var með bensínbrúsa. 6. maí 2011 09:57 Bensín slettist á starfsfólk - réðust á manninn með slökkvitækjum Starfsfólk Rauða Krossins í Efstaleiti var í mikilli hættu þegar hælisleitandi frá Íran hótaði að kveikja í sér inni í húsinu á tíunda tímanum í morgun. 6. maí 2011 10:51 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Hælisleitandi sem ætlaði að kveikja í sér yfirbugaður Hælisleitandi hefur verið handtekinn en hann fór inni í hús Rauða krossins í Efstaleiti og hótaði að kveikja í sér. Maðurinn var með bensínbrúsa. 6. maí 2011 09:57
Bensín slettist á starfsfólk - réðust á manninn með slökkvitækjum Starfsfólk Rauða Krossins í Efstaleiti var í mikilli hættu þegar hælisleitandi frá Íran hótaði að kveikja í sér inni í húsinu á tíunda tímanum í morgun. 6. maí 2011 10:51