Örvæntingin rak Mehdi til þess að hella yfir sig bensíni 6. maí 2011 11:54 Mehdi Kavyan Pour. Það virðist hafa verið örvæntingin sem rak hinn 53 ára gamla Mehdi Kavyan Pour til þess að taka leigubíl upp í húsnæði Rauða krossins um tíu leytið í morgun. Hann var með tvo fulla brúsa af bensíni með sér. Leigubílstjórinn, sem fréttastofa ræddi við á vettvangi, hélt að bensíntankur bílsins væri farinn að leka. Mehdi virðist hafa tekið skrifstofu Rauða krossins í gíslingu. Hann hótaði að kveikja í sér ef hann fengi ekki úrlausn sinna mála. Sérsveit ríkislögreglustjórans kom á vettvang. Samningamaður reyndi að fá Mehdi út úr húsinu mótþróalaust. Hann brást við með því að hella yfir sig bensíni. Meðal annars slettist vökvi á starfsfólk Rauða krossins. Það er ljóst að starfsfólkið var í mikill hættu. Ástæðan fyrir því að Mehdi grípur til þessar örþrifaráða virðist vera úrræðaleysi innan kerfisins gagnvart hælisleitendum. Þetta er í annað skiptið sem hann kemst í fréttirnar. Það var í nóvember 2008 sem hann, ásamt þremur öðrum hælisleitendum sem gistu á FIT hostelinu, fóru í hungurverkfall. Verkfallið entist í að minnsta kosti tíu daga en Mehdi var að lokum færður á sjúkrahús eftir að hann hætti að neyta vökva. Mehdi sagði í viðtali við mbl.is á þeim tíma að hann hefði starfað fyrir póst- og símamálastofnun í Íran. Hans hlutverk hefði verið að hlera síma almennra borgara. Eftir að trúnaðarupplýsingar hurfu af skrifstofunni þar sem hann starfaði, létust tveir samstarfsmenn hans á dularfullan hátt. Sjálfur sagðist hann frekar vilja deyja úr hungri í rúmi sínu á FIT hostel, frekar en að snúa aftur til Íran, og deyja í fangelsi þar í landi. Nú, fjórum árum eftir hungurverkfallið, eru sjö ár liðin síðan hann kom hingað til lands. Honum hefur að minnsta kosti einu sinni verið hafnað um hæli hér á landi. Helga Vala Helgadóttir, lögfræðingur Mehdi, gat lítið tjáð sig um málið þegar Vísir hafði samband við hana. Hún sagði Mehdi vera á lögreglustöðinni í skýrslutöku og óljóst um framtíð hans, eins og áður. Rauði krossinn sendi frá sér tilkynningu fyrr í morgun. Þar segir meðal annars: "Það er hörmulegt að örvænting reki fólk til slíkra athafna, en mest um vert er að okkur tókst með þeim viðbúnaði sem hér var að koma manninum til hjálpar án þess að hann skaðaði sjálfan sig eða aðra. Þetta var leyst á faglegan hátt með aðstoð sérfræðinga." Svo segir í tilkynningunni að Rauði krossinn harmi að hælisleitandi skuli grípa til slíkra örþrifaráða. Slíkt beri vitni örvæntingu mannsins og mikilvægt sé að hann fái nauðsynlega aðstoð í framhaldinu. Engin slasaðist en Mehdi var yfirbugaður af sérsveitinni sem nýtti slökkviliðstæki til þess að sprauta á hann um leið og hann var handtekinn. Honum tókst aldrei að kveikja eldinn. Mehdi bíður nú eftir mannúðardvalarleyfi. Tengdar fréttir Hælisleitandi sem ætlaði að kveikja í sér yfirbugaður Hælisleitandi hefur verið handtekinn en hann fór inni í hús Rauða krossins í Efstaleiti og hótaði að kveikja í sér. Maðurinn var með bensínbrúsa. 6. maí 2011 09:57 Bensín slettist á starfsfólk - réðust á manninn með slökkvitækjum Starfsfólk Rauða Krossins í Efstaleiti var í mikilli hættu þegar hælisleitandi frá Íran hótaði að kveikja í sér inni í húsinu á tíunda tímanum í morgun. 6. maí 2011 10:51 Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Sjá meira
Það virðist hafa verið örvæntingin sem rak hinn 53 ára gamla Mehdi Kavyan Pour til þess að taka leigubíl upp í húsnæði Rauða krossins um tíu leytið í morgun. Hann var með tvo fulla brúsa af bensíni með sér. Leigubílstjórinn, sem fréttastofa ræddi við á vettvangi, hélt að bensíntankur bílsins væri farinn að leka. Mehdi virðist hafa tekið skrifstofu Rauða krossins í gíslingu. Hann hótaði að kveikja í sér ef hann fengi ekki úrlausn sinna mála. Sérsveit ríkislögreglustjórans kom á vettvang. Samningamaður reyndi að fá Mehdi út úr húsinu mótþróalaust. Hann brást við með því að hella yfir sig bensíni. Meðal annars slettist vökvi á starfsfólk Rauða krossins. Það er ljóst að starfsfólkið var í mikill hættu. Ástæðan fyrir því að Mehdi grípur til þessar örþrifaráða virðist vera úrræðaleysi innan kerfisins gagnvart hælisleitendum. Þetta er í annað skiptið sem hann kemst í fréttirnar. Það var í nóvember 2008 sem hann, ásamt þremur öðrum hælisleitendum sem gistu á FIT hostelinu, fóru í hungurverkfall. Verkfallið entist í að minnsta kosti tíu daga en Mehdi var að lokum færður á sjúkrahús eftir að hann hætti að neyta vökva. Mehdi sagði í viðtali við mbl.is á þeim tíma að hann hefði starfað fyrir póst- og símamálastofnun í Íran. Hans hlutverk hefði verið að hlera síma almennra borgara. Eftir að trúnaðarupplýsingar hurfu af skrifstofunni þar sem hann starfaði, létust tveir samstarfsmenn hans á dularfullan hátt. Sjálfur sagðist hann frekar vilja deyja úr hungri í rúmi sínu á FIT hostel, frekar en að snúa aftur til Íran, og deyja í fangelsi þar í landi. Nú, fjórum árum eftir hungurverkfallið, eru sjö ár liðin síðan hann kom hingað til lands. Honum hefur að minnsta kosti einu sinni verið hafnað um hæli hér á landi. Helga Vala Helgadóttir, lögfræðingur Mehdi, gat lítið tjáð sig um málið þegar Vísir hafði samband við hana. Hún sagði Mehdi vera á lögreglustöðinni í skýrslutöku og óljóst um framtíð hans, eins og áður. Rauði krossinn sendi frá sér tilkynningu fyrr í morgun. Þar segir meðal annars: "Það er hörmulegt að örvænting reki fólk til slíkra athafna, en mest um vert er að okkur tókst með þeim viðbúnaði sem hér var að koma manninum til hjálpar án þess að hann skaðaði sjálfan sig eða aðra. Þetta var leyst á faglegan hátt með aðstoð sérfræðinga." Svo segir í tilkynningunni að Rauði krossinn harmi að hælisleitandi skuli grípa til slíkra örþrifaráða. Slíkt beri vitni örvæntingu mannsins og mikilvægt sé að hann fái nauðsynlega aðstoð í framhaldinu. Engin slasaðist en Mehdi var yfirbugaður af sérsveitinni sem nýtti slökkviliðstæki til þess að sprauta á hann um leið og hann var handtekinn. Honum tókst aldrei að kveikja eldinn. Mehdi bíður nú eftir mannúðardvalarleyfi.
Tengdar fréttir Hælisleitandi sem ætlaði að kveikja í sér yfirbugaður Hælisleitandi hefur verið handtekinn en hann fór inni í hús Rauða krossins í Efstaleiti og hótaði að kveikja í sér. Maðurinn var með bensínbrúsa. 6. maí 2011 09:57 Bensín slettist á starfsfólk - réðust á manninn með slökkvitækjum Starfsfólk Rauða Krossins í Efstaleiti var í mikilli hættu þegar hælisleitandi frá Íran hótaði að kveikja í sér inni í húsinu á tíunda tímanum í morgun. 6. maí 2011 10:51 Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Sjá meira
Hælisleitandi sem ætlaði að kveikja í sér yfirbugaður Hælisleitandi hefur verið handtekinn en hann fór inni í hús Rauða krossins í Efstaleiti og hótaði að kveikja í sér. Maðurinn var með bensínbrúsa. 6. maí 2011 09:57
Bensín slettist á starfsfólk - réðust á manninn með slökkvitækjum Starfsfólk Rauða Krossins í Efstaleiti var í mikilli hættu þegar hælisleitandi frá Íran hótaði að kveikja í sér inni í húsinu á tíunda tímanum í morgun. 6. maí 2011 10:51