Innlent

Bensín slettist á starfsfólk - réðust á manninn með slökkvitækjum

Hælisleitandinn handtekinn
Hælisleitandinn handtekinn Mynd Anton Brink
Starfsfólk Rauða Krossins í Efstaleiti var í mikilli hættu þegar hælisleitandi frá Íran hótaði að kveikja í sér inni í húsinu á tíunda tímanum í morgun.

Sérsveit ríkislögreglustjóra mætti á vettvang auk slökkviliðsmanna. Þá var sérstakur samningamaður á svæðinu sem reyndi að fá manninn til þess að koma út úr húsin án mótþróa.

Maðurinn hellti yfir sig bensíninu í miðjum samningaviðræðum og slettist meðal annars vökvi á starfsfólk gæslunnar.

Þá var samningaviðræðum hætt umsvifalaust og aðgerðir hófust. Maðurinn hélt á kveikjara í hendi sér og reyndi að kveikja á honum.

Sérsveit lögreglunnar gerði atlögu að manninum vopnuð slökkvitækjum til þess að koma í veg fyrir að manninum tækist að brenna sig sjálfan.

Aðgerðin virðist hafa heppnast vel. Maðurinn var færður á slysadeild og er nú á lögreglustöðinni á Hverfisgötunni í Reykjavík.

Maðurinn hefur beðið eftir hæli hér á landi í fjölda ára, samkvæmt lögfræðingi mannsins, Helgu Völu Helgadóttur.

Vísir hafði samband við forsvarsmenn FIT hostelsins, þar sem hælisleitendur gista á meðan þeir bíða eftir úrlausn sinna mála. Þar tók enginn eftir neinu óeðlilegu.

Starfsfólk Rauða krossin fær nú áfallahjálp.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×