Hvetur Ögmund til þess að stöðva kerfisbundið útlendingahatur Valur Grettisson skrifar 6. maí 2011 14:25 Haukur Már Helgason, rithöfundur, segir ríkið stunda kerfiðsbundið útlendingahatur. Mynd / Valgarður Gíslason „Ég skora á Ögmund Jónasson [innanríkisráðherra. innskt. blm.] að láta ekki kyrrt liggja og skera upp herör gegn kerfisbundnu útlendingahatri íslenska ríkisins,“ segir Haukur Már Helgason, heimspekingur, rithöfundur og ötull baráttumaður fyrir réttindum hælisleitanda og flóttamanna hér á landi. Það var í morgun sem íranski hælisleitandinn Mehdi Kavyan Pour fann sig knúinn til þess að ganga inn á skrifstofur Rauða krossins þar sem hann hellti svo yfir sig bensíni. Hann hótaði að kveikja í sér fengi hann ekki úrlausn sinna mála. Um örþrifaráð var að ræða. Medhi hefur dvalið hér á landi í sjö ár. Hann kom til Íslands árið 2005 og virðist hafa komið hingað með Norrænu. Frá því hefur líf hans tekið stakkaskiptum. Hann hefur dvalið í einhverskonar lagalegu tómarúmi þar sem hælisleitendur þurfa bíða úrlausn sinna mála í fjölmörg ár. Árið 2008 fékk Medhi fyrst nóg. Hann fór í hungurverkfall og endaði á spítala eftir að hann hætti að drekka vökva. Svo virðist sem það hafi ekki orðið til þess að hreyfa við málum hans þrátt fyrir að þau mótmæli hafi, líkt og nú, ógnað lífi hans, eins og Haukur kemst að orði. „Það eru ekki nema fjórir einstaklingar sem hafa fengið hæli hér á landi um árabil,“ segir Haukur Már sem er ómyrkur í máli og lítur svo á að Útlendingastofnun beiti sínum reglugerðum afar rúmt, og þá helst til þess að skófla hælisleitendum út úr landi. Hann bendir á að stofnunin þrífst í skjóli íslensku þjóðarinnar. „Og það er Íslendinga að koma í veg fyrir að svona viðurstyggð fái að viðgangast,“ segir Haukur Már. Hann endar á því að ítreka áskorun sína til Ögmundar. „Og ég held að það séu margir sem eru tilbúnir að taka undir sjónarmið mín,“ bætir Haukur við. Medhi hefur verið hafnað um dvöl hér á landi en bíður nú svars um það hvort hann fái mannúðardvalarleyfi. Hann var færður á lögreglustöð eftir atvikið hjá Rauða krossinum. Tengdar fréttir Bensín slettist á starfsfólk - réðust á manninn með slökkvitækjum Starfsfólk Rauða Krossins í Efstaleiti var í mikilli hættu þegar hælisleitandi frá Íran hótaði að kveikja í sér inni í húsinu á tíunda tímanum í morgun. 6. maí 2011 10:51 Örvæntingin rak Mehdi til þess að hella yfir sig bensíni Það virðist hafa verið örvæntingin sem rak hinn 53 ára gamla Mehdi Kavyan Pour til þess að taka leigubíl upp í húsnæði Rauða krossins um tíu leytið í morgun. Hann var með tvo fulla brúsa af bensíni með sér. Leigubílstjórinn, sem fréttastofa ræddi við á vettvangi, hélt að bensíntankur bílsins væri farinn að leka. 6. maí 2011 11:54 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
„Ég skora á Ögmund Jónasson [innanríkisráðherra. innskt. blm.] að láta ekki kyrrt liggja og skera upp herör gegn kerfisbundnu útlendingahatri íslenska ríkisins,“ segir Haukur Már Helgason, heimspekingur, rithöfundur og ötull baráttumaður fyrir réttindum hælisleitanda og flóttamanna hér á landi. Það var í morgun sem íranski hælisleitandinn Mehdi Kavyan Pour fann sig knúinn til þess að ganga inn á skrifstofur Rauða krossins þar sem hann hellti svo yfir sig bensíni. Hann hótaði að kveikja í sér fengi hann ekki úrlausn sinna mála. Um örþrifaráð var að ræða. Medhi hefur dvalið hér á landi í sjö ár. Hann kom til Íslands árið 2005 og virðist hafa komið hingað með Norrænu. Frá því hefur líf hans tekið stakkaskiptum. Hann hefur dvalið í einhverskonar lagalegu tómarúmi þar sem hælisleitendur þurfa bíða úrlausn sinna mála í fjölmörg ár. Árið 2008 fékk Medhi fyrst nóg. Hann fór í hungurverkfall og endaði á spítala eftir að hann hætti að drekka vökva. Svo virðist sem það hafi ekki orðið til þess að hreyfa við málum hans þrátt fyrir að þau mótmæli hafi, líkt og nú, ógnað lífi hans, eins og Haukur kemst að orði. „Það eru ekki nema fjórir einstaklingar sem hafa fengið hæli hér á landi um árabil,“ segir Haukur Már sem er ómyrkur í máli og lítur svo á að Útlendingastofnun beiti sínum reglugerðum afar rúmt, og þá helst til þess að skófla hælisleitendum út úr landi. Hann bendir á að stofnunin þrífst í skjóli íslensku þjóðarinnar. „Og það er Íslendinga að koma í veg fyrir að svona viðurstyggð fái að viðgangast,“ segir Haukur Már. Hann endar á því að ítreka áskorun sína til Ögmundar. „Og ég held að það séu margir sem eru tilbúnir að taka undir sjónarmið mín,“ bætir Haukur við. Medhi hefur verið hafnað um dvöl hér á landi en bíður nú svars um það hvort hann fái mannúðardvalarleyfi. Hann var færður á lögreglustöð eftir atvikið hjá Rauða krossinum.
Tengdar fréttir Bensín slettist á starfsfólk - réðust á manninn með slökkvitækjum Starfsfólk Rauða Krossins í Efstaleiti var í mikilli hættu þegar hælisleitandi frá Íran hótaði að kveikja í sér inni í húsinu á tíunda tímanum í morgun. 6. maí 2011 10:51 Örvæntingin rak Mehdi til þess að hella yfir sig bensíni Það virðist hafa verið örvæntingin sem rak hinn 53 ára gamla Mehdi Kavyan Pour til þess að taka leigubíl upp í húsnæði Rauða krossins um tíu leytið í morgun. Hann var með tvo fulla brúsa af bensíni með sér. Leigubílstjórinn, sem fréttastofa ræddi við á vettvangi, hélt að bensíntankur bílsins væri farinn að leka. 6. maí 2011 11:54 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Bensín slettist á starfsfólk - réðust á manninn með slökkvitækjum Starfsfólk Rauða Krossins í Efstaleiti var í mikilli hættu þegar hælisleitandi frá Íran hótaði að kveikja í sér inni í húsinu á tíunda tímanum í morgun. 6. maí 2011 10:51
Örvæntingin rak Mehdi til þess að hella yfir sig bensíni Það virðist hafa verið örvæntingin sem rak hinn 53 ára gamla Mehdi Kavyan Pour til þess að taka leigubíl upp í húsnæði Rauða krossins um tíu leytið í morgun. Hann var með tvo fulla brúsa af bensíni með sér. Leigubílstjórinn, sem fréttastofa ræddi við á vettvangi, hélt að bensíntankur bílsins væri farinn að leka. 6. maí 2011 11:54