Innlent

Dæmdur til vistunar á Sogni vegna manndráps

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglumenn skoða vettvang við Landspítalann í vor.
Lögreglumenn skoða vettvang við Landspítalann í vor.
Ungur karlmaður hefur verið dæmdur til þess að sæta vistun á Sogni vegna manndráps í Heiðmörk í maí síðastliðnum. Maðurinn var fundinn sekur um að hafa banað sambýliskonu sinni og barnsmóður. Maðurinn játaði verknaðinn fyrir Héraðsdómi Reykjaness.

Eftir að maðurinn varð konunni að bana ók hann með hana á Landspítalann í farangursrými bíls síns og lét vita af atburðinum.

Maðurinn var jafnframt fundinn sekur um að hafa ráðist á aðstoðarleikskólastjóra í Fjarðarbyggð í apríl síðastliðnum. Hann sló hana í hnakkann eftir að hafa rifist við hana.

Maðurinn á sögu um langvarandi geðræn veikindi. Í skýrslutökum hjá lögreglu sagði hann að fjórar raddir, sem hann réði ekki við, hefðu skipað sér að ráðast á sambýliskonu sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×