Íbúfenskortur á Íslandi og meira lyfjaúrval í Færeyjum og Grænlandi Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. nóvember 2011 18:45 Algengasta verkja- og bólgulyf Íslendinga, íbúfen, er algjörlega ófáanlegt í lausasölu. Ríkisendurskoðun gagnrýnir skort á samkeppni á lyfjamarkaðnum en úrvalið hér er minna en á Grænlandi og í Færeyjum. Það er algjör skortur á íbúfeni í landinu, en um er að ræða eitt algengasta bólgueyðandi verkjalyf sem Íslendingar nota. Íslenskir neytendur þurfa því að reiða sig á aðrar tegundir á meðan. Ástæðan er sú að sending frá Actavis sem kom í síðustu viku af lyfinu reyndist óseljanleg. Lyfin koma í hitastýrðum gámum og voru þeir vitlaust stilltir, samkvæmt upplýsingum frá Actavis. (Í sjónvarpsútgáfu fréttarinnar eru myndir af gámasvæði Eimskips, en tekið skal fram að þær tengjast ekki efni fréttarinnar enda var fyrirtækið ekki flutningsaðili umræddra lyfja). Þessi tímabundni íbúfenskortur í landinu undirstrikar aðeins hluta af stærra vandamáli, sem er skortur á samkeppni á lyfjamarkaði.Mun minna framboð hér en á hinum Norðurlöndunum Í nýútkominni skýrslu Ríkisendurskoðunar um þróun lyfjakostnaðar hér á landi kemur fram að vegna smæðar markaðarins sé framboð lyfja hér mun minna en annars staðar á Norðurlöndum. Bæði sé dýrt og mikil fyrirhöfn að sækja um markaðsleyfi fyrir lyf á Íslandi og hagnaðarvon lyfjaframleiðenda sé því minni hér en á stærri mörkuðum. Því sjái þeir sér iðulega ekki hag í því að sækja um markaðsleyfi hér. „Ísland er alls ekki stærsti markaðurinn sem lyfjaframleiðendur geta sótt á og það er í mínum huga alveg ljóst að við erum oft afgangsstærð. Við erum ekki fyrsta landið sem er á þeirra lista þegar þeir eru að setja ný lyf á markað," segir Aðalsteinn Jens Loftsson, lyfjafræðingur og lyfsali hjá Lyfju í Lágmúla. Lyfjastofnun gæti beitt sér fyrir lækkun kostnaðar vegna markaðsleyfa. Þetta myndi auðvelda aðgengi framleiðenda að innlendum markaði. „Ef við tökum sem dæmi lönd eins og Færeyjar og Grænland, sem eru hluti af danska ríkjasambandinu, þá hafa þau aðgang að öllum lyfjum sem eru á markaði í Danmörku, sem eru töluvert fleiri en á Íslandi. Sérstaklega varðandi samheitalyf, Danir eru mjög sterkir á þeim markaði. Það er eitthvað sem er dálítið sárt að horfa upp á," segir Aðalsteinn. Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, sagði í samtali við fréttastofu í dag að farið yrði rækilega yfir efni skýrslu Ríkisendurskoðunar í ráðuneytinu. Ekki náðist í forstjóra Lyfjastofnunar Íslands við vinnslu fréttarinnar. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Sjá meira
Algengasta verkja- og bólgulyf Íslendinga, íbúfen, er algjörlega ófáanlegt í lausasölu. Ríkisendurskoðun gagnrýnir skort á samkeppni á lyfjamarkaðnum en úrvalið hér er minna en á Grænlandi og í Færeyjum. Það er algjör skortur á íbúfeni í landinu, en um er að ræða eitt algengasta bólgueyðandi verkjalyf sem Íslendingar nota. Íslenskir neytendur þurfa því að reiða sig á aðrar tegundir á meðan. Ástæðan er sú að sending frá Actavis sem kom í síðustu viku af lyfinu reyndist óseljanleg. Lyfin koma í hitastýrðum gámum og voru þeir vitlaust stilltir, samkvæmt upplýsingum frá Actavis. (Í sjónvarpsútgáfu fréttarinnar eru myndir af gámasvæði Eimskips, en tekið skal fram að þær tengjast ekki efni fréttarinnar enda var fyrirtækið ekki flutningsaðili umræddra lyfja). Þessi tímabundni íbúfenskortur í landinu undirstrikar aðeins hluta af stærra vandamáli, sem er skortur á samkeppni á lyfjamarkaði.Mun minna framboð hér en á hinum Norðurlöndunum Í nýútkominni skýrslu Ríkisendurskoðunar um þróun lyfjakostnaðar hér á landi kemur fram að vegna smæðar markaðarins sé framboð lyfja hér mun minna en annars staðar á Norðurlöndum. Bæði sé dýrt og mikil fyrirhöfn að sækja um markaðsleyfi fyrir lyf á Íslandi og hagnaðarvon lyfjaframleiðenda sé því minni hér en á stærri mörkuðum. Því sjái þeir sér iðulega ekki hag í því að sækja um markaðsleyfi hér. „Ísland er alls ekki stærsti markaðurinn sem lyfjaframleiðendur geta sótt á og það er í mínum huga alveg ljóst að við erum oft afgangsstærð. Við erum ekki fyrsta landið sem er á þeirra lista þegar þeir eru að setja ný lyf á markað," segir Aðalsteinn Jens Loftsson, lyfjafræðingur og lyfsali hjá Lyfju í Lágmúla. Lyfjastofnun gæti beitt sér fyrir lækkun kostnaðar vegna markaðsleyfa. Þetta myndi auðvelda aðgengi framleiðenda að innlendum markaði. „Ef við tökum sem dæmi lönd eins og Færeyjar og Grænland, sem eru hluti af danska ríkjasambandinu, þá hafa þau aðgang að öllum lyfjum sem eru á markaði í Danmörku, sem eru töluvert fleiri en á Íslandi. Sérstaklega varðandi samheitalyf, Danir eru mjög sterkir á þeim markaði. Það er eitthvað sem er dálítið sárt að horfa upp á," segir Aðalsteinn. Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, sagði í samtali við fréttastofu í dag að farið yrði rækilega yfir efni skýrslu Ríkisendurskoðunar í ráðuneytinu. Ekki náðist í forstjóra Lyfjastofnunar Íslands við vinnslu fréttarinnar. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Sjá meira