Íslenski boltinn

Fylkir lagði KR og komst í úrslit

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gylfi Einarsson og Baldur Sigurðsson berjast hér um boltann í kvöld. Mynd/Valli
Gylfi Einarsson og Baldur Sigurðsson berjast hér um boltann í kvöld. Mynd/Valli
Fylkir komst í kvöld í úrslit Lengjubikarsins í knattspyrnu með sigri á KR, 1-0, en leikið var í skítakulda á Fylkisvellinum.

Fyrri hálfleikur var með daufara móti og var markalaust í leikhléi. Á 48. mínútu náði Ingimundur Níels Óskarsson aftur á móti að skora fyrir Fylki.

Viktor Bjarki Arnarsson komst í dauðafæri tveim mínútum síðar en náði ekki að jafna leikinn.

Tíu mínútum síðar komst Guðjón Baldvinsson í gott færi en Fylkismenn björguðu á elleftu stundu. Mikil pressa hjá KR -ingum og Óskar Örn Hauksson var óheppinn að skora ekki er skot hans fór í slána á 65. mínútu.

Fylkismenn áttu einnig sín færi og Ásgeir Börkur komst í ákjósanlega stöðu stundarfjórðungi fyrir leikslok en skot hans var slakt og beint á Hannes Þór Halldórsson, markvörð KR.

Fylkismenn réðu síðan ferðinni undir lokin og unnu nokkuð sanngjarnan sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×