Íslenski boltinn

Elfar, Arnór og Haukur framlengja við Blika

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Haukur Baldvinsson er á meðal þeirra sem hafa framlengt við Blika.
Haukur Baldvinsson er á meðal þeirra sem hafa framlengt við Blika.
Þrír sterkir leikmenn Breiðabliks hafa gert nýjan samning við félagið sem gildir til ársins 2014.  Þetta eru þeir Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Elfar Freyr Helgason og Haukur Baldvinsson. Það er fótbolti.net sem greinir frá þessu í kvöld.

Arnór hefur verið lykilmaður hjá Blikum síðustu árin og meðal annars verið í A-landsliðshópi Íslands.

Elfar Freyr er frábær varnarmaður og leikmaður U-21 árs landsliðs Íslands. Haukur er síðan eldfljótur kantmaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×